Lögrétta - 01.01.1936, Page 58

Lögrétta - 01.01.1936, Page 58
119 LÖGRJETTA 120 og fáorð um það, hvað Grímu hafði orðið að meini. Dáið úr lungnabólgu. — Ekki legið rúm- föst nema nokkra daga. — Ingveldur hafði verið yfir henni, þegar hún skildi við, og þegar Grímsi vildi komast eftir því, hver upptök hefðu verið að þessum veikindum, á svona hraustri stúlku, varð henni þungt um svör, og eyddi því á alla lund, eins og það lægju að því einhver atvik, sem ekki væri gott að hrófla við. Hann fór að geta margs til. Drykkjuskap- ur Bjarna Jóns fór í vöxt. Hann hafði með mikilli frekju sótt eftir ástum Grímu. Hann var keppinautur hans, um hana, í frek- asta lagi. Og Bjarni hafði tekið mikinn þátt í alskonar dansskröllum, þá um veturinn, og spanað marga pilta upp í það, að vera með „grímur“. Og fóru nú ýmsar sögur af því uppátæki, þarna á mölinni, og nú hafði Grímsi lítilsháttar komist að því, að mörgum stúlk- um var ógeð í því, að vera með Bjarna. Bjarni Jóns hafði lagt mikið kapp á það, að fá skiprúm hjá Jóni Bjarnasyni, en verið neitað um það, afdráttarlaust, og eftir það leit hann illu auga til þeirra bræðra, ef þeir urðu á vegi hans. Grímsi sár sá eftir því, hvernig hann hafði farið að ráði sínu, gagnvart þessari stúlku, að hann skyldi ekki hafa haft djörfung í sjer til þess, að fara með hana burtu úr Víkinni, heim til foreldra sinna. Og nú var það að koma fram, sem hún hafði orðað við hann, þegar þau kvöddust. Þvílík skelfileg yfir- sjón. Hann hafði getið þess, heima, við móður sína, að hann hefði fest ást á ungri stúlku í Víkinni, og lofað henni að sjá af henni mynd- ina. Og móðir hans hafði tekið þessu vel og geðjast að stúlkunni, svona eftir myndinni að dæma, en í rauninni var þetta lítið að marka, þar sem myndin var tekin af henni á ferm- ingardaginn. Og það lá svo ógnar ríkt í móður hans, að hann sækti ekki neina gæfu — þangað vestur. Honum hafði farið mikið fram um sum- arið. Hann var hraustur til heilsu, skap- mikill og sterkur, og átti ervitt með að láta undan, ef honum þótti fyrir, og skapið var altaf að harðna, og vildi hann helst geta boð- ið öllu byrginn, bæði dauðu og lifandi. Hann hjelt mikið upp á hetjurnar í íslendingasög- um, og Skarphjeðinn og Gunnar á Hlíðar- enda voru hans upp á hald og fleiri menn, sem í raunir höfðu ratað. — Og nú var svona komið fyrir honum sjálfum. Hann gekk þegjandi út úr verðbúðinni og ofan að sjónum. Það bráði helst af honum, að mega vera úti, og horfa fram í brimið, — Hann varð æstur. — Hann mátti ekki hugsa til Bjarna. Hann beit á jaxlinn, og óskaði þess, að hann væri orðinn harður, eins og brimsorfinn blágrýtissteinn. Hann settist niður á vararvegginn. — En nú var eins og hlýrri hönd væri strokið um vanga hans hvað eftir annað.------Það var ekkert vit í því, að sitja þarna lengur. Brimúðinn var farinn að rjúka um hann allan. Hann sneri frá sjónum upp í verbúðina, fór úr fötum og lagði sig út af og sofnaði, og draumarnir báru hann um unaðsfögur lönd — með ástmey hans. Grímsi bar nú harm sinn í hljóði, og hon- um var mesta fróun í því, að vera á sjónum, þegar öldurnar risu sem hæst, og hvassviðrið var sem mest. — Aftur á móti færðist yfir hann þunglyndi, þegar hann kom af sjónum, og gekk upp í verbúðina. Minningarnar frá vetrinum áður röknuðu þá allar upp og ýfðu harma hans. Þrátt fyrir þessa deyfð var hann ákveðinn og fastur fyrir og duglegur til allrar vinnu, og Ijet ekki hlut sinn fyrir neinum. En hann tók engan þátt í áflogum eða ryskingum, og brosið á vörum hans hafði þurkast út. Það, sem dreifði huganum frá þessum söknuði, var að hafa sem mest að gera. En á milli þess, sem farið var á sjó, gekk hann eirðarlaus aftur og fram um malirnar. Hann tók engan þótt í gleðileikjum ungra manna, og vildi fjarlægjast allan hávaða sem mest. Og stundum varð honum reikað upp í kirkju- garðinn, og sat þar tímum saman við leiðið hennar. Það greip hann óstjórnleg löngun, að verða sterkur, og rifjaðist þá upp fyrir hon- um, það sem hann hafði lesið um kappana í Islendingasögum, og hvernig þeir höfðu kjark í sjer til þess, að hefna harma sinna,

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.