Lögrétta - 01.01.1936, Síða 59

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 59
121 LÖGRJETTA 122 þegar því varð við komið, og hann reif í sig matinn, með köflum, eins og gráðugt dýr, og hamaðist í því, að velta til þungu grjóti þar r fjörunni, þegar engin sá til hans, og hann drakk þorskalýsið eins og mjólk, þegar kalt var í veðri, áður en hann fór á sjóinn. Hann varð blóðríkur og eirðarlaus í skapi, og gat þá Bjarni Jóns ekki fallið honum úr minni. Hann sá hann nokkrum sinnum úti við þarna á mölunum, og Bjarni setti sig aldrei úr færi með að sletta til hans glós- um um Grímu. Þótti mörgum það illa gert af Bjarna, að láta svona, þegar þeir sáu hvað Grímsi tók sjer þetta nærri, og varð hann þá stundum svo dökkur í framan af blóðróti, að öllum blöskraði, er á það horfðu. Hann beit á jaxlinn og krepti hnefann og stilti sig um það, að gefa Bjarna á kjaftinn. Hann var ofast meira eða minna kendur, og forðaðist Grímsi þá að verða á vegi hans, það sem í hans valdi stóð, og nú fyltist hann megnari og sárari gremjutilþess manns, með hverjum deginum sem leið. Og hann komst að því, að orðasveimur gekk um það, að Bjarni Jóns myndi hafa verið í einhverju vitorði með að hræða Grímu, og þar af leið- andi verið orsök í því, að flýta fyrir dauða hennar á einhvern hátt. — Hann hefði verið ásamt nokkrum öðrum slörkurum að flækj- ast með ,,grímu“ fyrir andlitinu eitt kveldið — á miklu ,,skralli“, þarna á mölinni — og nokkrir voru hræddir um það, að hann mundi hafa veitt stúlkunni eftirför, seint um kveldið — á leiðinni heim —. Lengra tók það ekki. Daginn eftir var hún orðin fárveik. Þessar og aðrar eins glósur urðu til þess, að særa Grímsa holund, sem blæddi inn. Hann fyltist hatri til Bjarna, og reyndi til þess, að komast fyrir það sanna í þessu efni, og hvort að Bjarni ætti nokkra sök í þessu máli. Grímsa sortnaði fyrir augum. Hann fjekk klukknahljóm fyrir eyrun og blóðbragð í munninn. En honum varð ekkert ágengt í þessu efni. Fólkið þarna á mölinni færðist undan því, að taka nokkurn þátt í þessu máli, og Grímsa var ómögulegt að henda reiður á þessu slúðri, og Ingveldur var þögul eins og gröfin. — En eigi að síður svall honum móður í brjósti. Ef að Bjarni hefði verið valdur að þessu, var það þá ekki löðurmannlegt að hefna þess ekki? hvaða afleiðingar sem það kynni að hafa og eftirköst.------ Á næturnar dreymdi hann stóra drauma, og geigvænlegar hugsanir sóttu að honum eins og vofur, og andvökurnar urðu lengri og lengri á milli þess, sem hann festi blund; og oft lá hann sveittur undir sængurklæð- unum. Hann sá Grímu á harða hlaupum, með ofurlítinn böggul undir hendinni, og Bjarna Jóns með ,,grímu“ fyrir andlitinu, rjett á hælunum á henni. — Eftir þessar draumsjónir varð hann æst- ur, og taugakerfið undirlagt sterkum spenn- ingi og grófum ástríðum. Það eina, sem hann gat huggað sig við, var að eiga myndina af henni — bera hana upp að vörunum eins og barn, sem leikur sjer að brúðu. Það flaug í hug hans, eina nóttina, sem hann lá andvaka, að hafa tal af Bjarna, gefa honum brennivín og viðra sig upp við hann. — Látast vera kaldur fyrir þessu öllu sam- an og veiða þetta upp úr honum, þegar hann væri orðinn fullur. Nokkrum dögum seinna bar fundum þeirra saman, í einni vörinni. Voru þar margir menn í hóp, við að setja báta. Bjarni snerist illa við og þóttist ekki eiga neitt vantalað við hann að neinu leyti, hreytti í hann ónotum og krepti framan í hann hnefann. — Grímsi snjeri sjer undan högginu, en hafði orð á því um leið, að það væri hver seinastur fyrir honum að stilla sig, ef hann áreitti sig að fyrra bragði. Og eftir þetta var hann sann- færður um, að Bjarni hefði gert Grímu eitt- hvert mein, nokkrum dögum eftir að hann kom í Víkina. Það bar við eitt kvöld í mesta rosa veðri, rjett fyrir sumarmálin, að nokkrir menn þar í Víkinni voru að drekka og rabba saman, rjett fyrir framan verbúð Björns Bjarnason- ar. Þar á meðal var Bjarni Jóns, og ljet hann nú mikið á sjer bera. Grímsi átti þar leið um, á milli búðanna. Kom þá Bjarni auga á hann, óð að honum með fulla brennivíns- flösku í hendinni, og ætlaði að gefa honum utanundir með flöskunni. Grímsi brást þá illa við, svo að Bjarni misti flöskuna niður í grjótið, og um leið greip Grímsi fyrir brjóst-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.