Lögrétta - 01.01.1936, Side 60

Lögrétta - 01.01.1936, Side 60
123 LÖGRJETTA 124 ið á honum, með heljataki, hrakti hann á undan sjer, svo sem tvo faðma fram í vörina, og hratt honum frá sjer svo hroðalega, að Bjarni tókst allur á háaloft og skall með höfuðið ofan í grjótið. Bjarni hafði fallið aftur á bak á varar- vegginn og hreyfði hann nú hvorki legg nje lið, eftir þessa hroðalegu byltu. Það þutu margir ofan í vörina og stumruðu yfir honum, veltu honum til á ýmsa vegu, sóttu sjó í fötu og kældu á honum höfuðið. „Þetta var hroðaleg bylta,“ sögðu menn. ,,Ha! hann hefur drepið hann,“ öskruðu margir í einu hljóði, nokkrir urðu vitlausir í bræði og vildu láta taka Grímsa fastan. Það var ómögulegt að sjá nokkurt lífs- mark með Bjarna. Augun höfðu ranghvolfst við byltuna og froða fallið úr vitum hans. ,,Ha! Bjarni hefur rotast — dauðrotast," hrópuðu nokkrir, hver í kapp við annan. — „Það hefur sprungið á honum höfuðið. Þetta var hroðaleg bylta."------ Fregnin barst nú út um allar malir, að mað- ur hefði verið drepinn, rjett framundan búð- inni hans Björns Bjarnasonar. Það var undir eins brugðið við og sent eftir lækni til þess að skoða líkið, og sýslumann- inum til þess að rannsaka málið; og fjöldi manns snuðraði þarna í kringum verbúðina fram eftir öllu kvöldi, eftir að búið var að fara með líkið í burtu. „Það var svo sem auðvitað, að það færi svona á endanum, fyrir Bjarna,“ sögðu sum- ir, og þeir voru að snuðra eftir því, hvort þeir sæju ekki blóð þar á vararveggnum, þar sem Bjarni fjell. „Hann verður tekinn fastur og látinn í tukthúsið, helvítis strákurinn,“ gall við önn- ur rödd, og nú var öllum orðið það ljóst, að Grímsi hafði hlaupið frá honum, á auga- bragði, inn í verbúðina. Verbúðin var mannlaus þegar Grímsi kom upp á loftið og nú heyrði hann ógurlegan skarkala í mönnunum þarna fyrir utan. Og Jón Bjarnason varð fyrstur til þess, að flytja honum þá fregn, að Bjarni hefði rotast til dauðs, og nú drattast margir inn í búðina, með hávaða og látum, til þess, að sjá hvernig piltinum yrði við að heyra þessi tíðindi. Grímsi var fölur eins og nár. Hann beiddist ekki neinna griða, og bað sjer engrar afsök- unar að neinu leyti. Hann gekk um gólfið með þungum skrefum, hafði kreptan hnefan í öðr- um buxnavasanum og titraði af geðshrær- ingu. — Og altaf tíndust fleiri og fleiri inn í búðina og annar hópur stóð fyrir utan dyrnar. Nokkrir tóku svari hans, og báru það fram, að Grímsi hefði verið að verja hendur sínar, þar sem Bjarni hefði ráðist á hann að fyrra bragið, en aðrir töldu þetta argasta fólsku- bragð, að hrinda Bjarna svona, þar sem hann hefði verið kendur og viti sínu fjær. Stóðu menn þarna hver uppi í hárinu á öðrum, í mikilli æsingu, út af þessum atburði. Þeir Bjöm Bjarnason og Jóhann pistill ruddust nú í gegnum mannf jöldann og ráku marga frá dyrunum þegar þeir komu. Leyst mörgum ekkert á það, að verða fyrir Birni. Hann var í illu skapi og hafði það til orðs, að reka alla út úr búðinni eins og hunda, og ættu þeir þar ekkert erindi, undir þessum kringumstæðum, og stóð nú mörgum ógn af Birni, þegar hann rak höfuðið upp á loftið. Og fóru þá margir að tínast í burtu. Tveir gamlir menn voru nú komnir langt utan af mölinni. Þeir studdust báðir fram á prikin sín og struku sín gráu skegg. Þeir leit- uðu frjetta af mönnum, um þennan atburð, en lögðu ekkert til þessara mála, hvorki með nje mót, og það var enginn svo harðbrjósta, að honum dytti í hug að amast við þeim, þó þeir stæðu þarna í kuldanum, rjett við búðardyrnar. Það þekti þá hvert mannsbarn í Víkinni — gömlu postulana.------- „Hann gisti hjá okkur fyrstu nóttina, sem hann dvaldi hjá okkur, hjerna í Víkinni, í fyrra vetur,“ sagði Páll. „Þáð hefur mistekist fyrir honum lífið, eins og fleirum," sagði Pjetur. Eftir örlitla stund voru þeir báðir horfnir, og varð töluverður ágreiningur um það, hvort þeir hefðu komið eða ekki, og svo frjettist það nokkru seinna, að þeir hefðu ekki hreyft sig neitt út úr búðinni sinni þetta kvöld, og varð mörgum tíðrætt um þessa undarlegu sýn, — þar sem glampanum frá tunglinu brá annað slagið fyrir, í rosalegum skýjum. — Björn var rismikill þegar hann kom inn í búðina, og átti hann nú tal við Jón bróður

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.