Lögrétta - 01.01.1936, Síða 63

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 63
129 130 LÖGRJETTA það lagðist í mig sterkur grunur um, að Bjarni nokkur Jóns hefði veitt stúlkunni minni eftirför í myrkri — hefði hrætt hana, eða á einhvern hátt átt hlut í því, að flýta fyrir dauða hennar. Mjer var það kunnugt, frá því veturinn áður, að þessi umræddi maður sótti eftir ástum þessarar sömu stúlku, þegar við vorum saman í verbúðinni í fyrra, og beið þá þessi Bjarni minni hlut í þessu máli, og var grunt á því góða á milli okkar, og mjer var nærri því nautn í því, að stríða honum, og sneri þessum erjum öllum upp í grín og gaman, — og var það yfirsjón, jeg sje það núna. Eftir jarðarförina skelti Bjarni til mín mörgum ónotum viðvíkjandi þessu máli, og gerði alt til þess að skaprauna mjer sem mest. — Það settist að mjer heift til hans, en þrátt fyrir það datt mjer ekki í hug að leggja hendur á hann að fyrra bragði. Hann var líka oftast hálffullur og eins og hann væri tæplega með fullu ráði, ef að fundum okkar bar saman. Jeg hefði haft skap til þess, að berjast við hann með sverði, eins og í gamla daga, en eins og allir vita, kemur það ekki undir þá gjörð, nú á tímum, að jafna deilur með hólmgöngu.------ En að síðustu bar fundum okkar saman í margra manna viðurvist. Bjarni var hálf- fullur, og reiður eins og að vanda ljet, og ætlaði að slá til mín með fullri brennivíns- flösku. Og tók jeg þá umsvifalaust á honum og kastaði honum frá mjer með öllu afli, og lenti hann svo illa niður í stórgrýtið, að hann rotaðist til dauðs. Jeg er líkur þjer í lund, og leiddu þjer það nú fyrir sjónir, að þú hefði verið undir svip- uðum kringumstæðum um það bil, sem þú varst að ná í hana mömmu, og athugaðu þessa málavexti, áður en þú dæmir mig hart. Jeg kvíði ekki beinlínis fyrir þessari hegn- ingu, sem á mig verður lögð. Jeg er kominn yfir það versta, sem mjer bjó í hug, og jeg þjáist ekki af neinu samvizkubiti, þó að Bjarni færi svona í höndunum á mjer, og mjer finst hann hafa átt það margfaldlega skilið. — En sorgin útaf þessum örlögum öllum er mjer þung og lítt bærileg, þegar mjer verður stungið inn í fangaklefann. Jeg bið mjer engrar vægðar og rjettvísinni hefur þóknast að dæma mig til þriggja ára fangelsisvistar — fyrir þetta afbrot. — Hún um það. — En jeg býst við, að þetta hafi ekki nein betrandi áhrif á skapsmuni mína. Þú ættir að bregða þjer suður og finna mig að máli, ef þú hefur kjark í þjer til þess, að sjá drenginn þinn í „tukthúsinu“. — Og mjer er sagt að jeg verði þar inniluktur milli steinveggja á alla vegu. Nú er Jónsmessunótt. Jeg skrifa þessar línur við opinn gluggann á verbúðinni og finn sumarloftið streyma inn til mín, og jeg sje góðviðrisblámann á loftinu og heyri fugla- kliðinn hjerna úti á víkinni. Angandi góðviðrisilminn leggur nú alstað- ar upp úr jörðinni, og jeg sje í huga mínum blessuð litlu blómin heima breiða sig út á móti sólargeislunum, þegar þau losna undan klakanum. Jeg hugsa með söknuði heim á ströndina mína, þegar jeg sje vermennina vera að tygja sig til heimferðar. Jeg er búinn að gráta mikið, síðan þetta kom fyrir, en nú er jeg ögn farinn að styrkjast aftur. Jeg var um tíma lasinn fyrir hjartanu, bara að það taki sig þá ekki upp aftur, þegar jeg er kominn í ,,tukthúsið“. Mikið hefur Björn Bjarnason formaður reynst mjer vel, síðan jeg varð fyrir þessu óláni. Hann er raungóður karlinn þó hrukk- óttur sje. Mjer hafa verið lánaðar ýmsar góðar bækur, núna uppá síðkastið, mjer til afþreyingar, og nú kvað skipið eiga að koma um næstu helgi. Með því á jeg að fara — suður.------ En góði pabbi minn! Þegar við sleppum þessu öllu saman, finst mjer að liggi til mín einhver hulin brú, handan yfir dauð- ans djúp. Árið 1899 báru Reykjavíkurblöðin út þá frjett, að 19 ára gamall piltur í fanga- húsinu í Reykjavík hefði dáið úr hjarta- bilun. ENDIR.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.