Lögrétta - 01.01.1936, Side 65
133
LÖGRJETTA
134
höfðu ekkert við baðstaðinn að gera og feldu
frumvarpið. Annars þykja íbúar Ziirich-
kantónunnar yfirleitt framsæknir og nú
orðið standa þeir öllum öðrum Svisslending-
um framar hvað menningu, atorku og fram-
takssemi snertir.
Ziirichbúar eru heldur bölsýnir á konur og
hjónabönd og segjast hafa mikla reynslu
fyrir sjer í þeim efnum. Eru til óteljandi
málshættir um það og skrítlur og skulu hjer
aðeins tilfærð nokkur dæmi:
Presturinn er að votta manni, sem mist
hefur konuna, samhrygð sína og segir: Jæja,
Hinkrik minn, Katrín þín er þá dáin. Jeg
votta þjer innilega samúð mína. En segðu
mjer annars, hver var nú sú besta af þess-
um þremur konum þínum?“
Hinrik: „Herra prestur! Bíttu bara í þrjá
fúna lurka og segðu mjer hver þeirra þjer
þótti bestur.“
Ef að Hálendisbúi er spurður að því, hve-
nær hann ætli að gifta sig, þá segist hann
ekki gera það fyr en hann sje orðinn nógu
ríkur til að borga skilnaðarkostnaðinn.
Þegar konan blómgast fölnar maðurinn.
Ef Hálendisbúi vill njóta sæluvikunnar eða
hveitibrauðsdaganna fer hann í skemtiferð,
en skilur konuna eftir heima.
Strætisengill er sama og stofudjöfull.
Það er betra að passa fulla hlöðu af flóm
en eina dóttur sína.
Að giftast gáfaðri konu er heimskulegt.
Konan og flibbinn eiga sammerki í því,
að maðurinn veit ekki hvaða númer þau
eru, fyr en hann hefur þau um hálsinn.
Giftingin er eins og dúfnahús. Þá, sem
lent hafa í því, langar aftur út.
Þannig farast karlmanninum orð um kon-
una, en konan aftur á móti hefur ekkert annað
út á karlmanninn að setja en það, að honum
þyki vænna um veitingahúsin heldur en um
heimili sitt, og að hann sæki þangað meir
en góðu hófi gegni. Það er til skrítla um það,
að prestur nokkur var einhverju sinni að
skýra fyrir fermingarbörnum sætaskipun í
kirkjunni, en spyr svo eina stúlkuna að því
loknu:
„Hvar sitja konurnar á meðan á guðs-
þjónustunni stendur?“
María litla: „Þær sitja í skipi kirkjunnar.“
Presturinn: „En hvar sitja þá karimenn-
irnir?“
María litla: „Þeir sitja í veitingahúsinu á
meðan.“
Önnur skrítla segir frá konu, sem kemur
hlaupandi út úr húsi sínu, hljóðandi og bað-
andi út höndunum, eins og hún sje óð.
„Ó, guð minn góður! Komið þið fljótt og
hjálpið mjer!“ hrópaði konan í angist sinni.
„Hvað er að þjer, kona góð?“ spyr fólk,
sem þyrpist utan um konuna. „Er maður-
inn þinn máske að deyja?“
„Nei, ekki ennþá.“
„Nú, en hvað gengur þá að honum?“
„Hann er að missa vitið.“
„Hefur hann barið þig?“
„Nei, en hann sagðist ætla að vera heima
í kvöld og ekki fara í veitingahúsið."
Það er sagt sem dæmi um fjelagslyndi
Hálendingsins, að sá þeirra, sem ekki er
meðlimur minst tólf fjelagsstofnana, sje
mannfælinn og ekki sannur Hálendingur. Þeir
eru meðlimir margra íþróttafjelaga, og auk
þess í stjórnmálaf jelagi, málfundaf jelagi, um-
bótafjelagi, stjettarfjelögum, söngfjelagi,
trúarfjelagi o. s. frv. Samt sem áður er
ekki mikið um bókmentafjelög eða listvina-
fjelög úti um sveitirnar, en það væri líka
að syndga gegn eðli bóndans, hvar á hnett-
inum sem væri. Hinsvegar stendur Hálend-
ingurinn vel að vígi til að njóta listar og
bókmenta, því samgöngur við borgina Ziirich,
einhverja mestu menningarborg álfunnar, eru
ágætar.
Ein list er þar þó, sem mikið er iðkuð,
en það er sönglistin. Ziirichlandið hefir oft
verið nefnt söngva-kantónan vegna söngást-
ar íbúanna og ágætra söngkrafta. Oft þegar
maður ferðast um Zurichhálendið, sama
hvort það er á kyrrum sumarnóttum eða
heiðskírum og mánaskins björtum vetrar-
nóttum, berast til eyrna manns lífmiklir og
f jörugir söngvar. Það eru söngvar þróttmik-
illar bændastjettar Zúrichhálendisins, bænda-
stjettar, sem ann lífinu og syngur því lof
og dýrð.
Að Hálendingurinn er orðhagur, fyndinn
og laginn að koma fyrir sig orði, verður ekki
efast um, enda er hann alþektur fyrir það
í Sviss. Það er til skrítla um það, að ein-