Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 67

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 67
137 LÖGRJETTA 138 uppvexti sínum. Á fullorðinsárunum byrjaði að bera á trúarofstæki í honum en jafnframt á drykkjuskap og þunglyndi. Þegar þessi köst komu yfir hann, hætti hann allri vinnu en settist við biblíulestur. Haustið 1832 byrjaði hann að prjedika á götum úti, og heimtaði þá að menn rjeðust á spunaverksmiðjur þær, sem á þessum árum risu upp og stóðu í miklum blóma. Sagði Felix Egli að þær eyðilegðu líf lands- búa og væru auk þess guði mjög á móti skapi. Þann 22. nóvembermánaðar þetta haust gat hann safnað saman stórum flokki karla og kvenna, sem hjelt undir forustu Egli’s til þorpsins Uster, þar sem stærstu spunaverk- smiðjurnar voru. Fólkið bar alt stórar byrð- ar af hálmi og viðarull, sem það kastaði inn í verksmiðjumar eftir að hafa brotið allar rúður með steinkasti. Þessu næst var eldur lagður að hálminum og kveikt í, svo að verk- smiðjurnar brunnu til kaldra kola og nam eignatjónið svo hundruðum þúsunda franka skifti. Þegar hjálparlið kom á vettvang til að bjarga einhverju úr verksmiðjunum eða til að slökkva eldinn, þá rjeðist Felix Egli á það í broddi fylkingar með rýting að vopni og geigvænlegum hótunum, svo að engri björg- un varð við komið. Þegar málið kom fyrir rjett sór Egli og sárt við lagði, að hann hefði nokkurntíma tekið þátt í íkveikjunni eða átt nokkra sök á henni. Var hann dæmdur í 24 ára þrælkun- arvinnu og samverkamenn hans í 8—18 ára betrunarhús. En dómur þessara manna, sem síður voru álitnir glæpamenn heldur en of- stækisfullir trúmenn eða vitfirringar, mæltist almennt svo illa fyrir, að hann varð að póli- tísku flokksmáli og stjórninni að falli. Sjö árum eftir brunann var brennumönnum öll- um gefið aftur fult frelsi. Annar fulltrúi trúarlegs ofstækis var gagn- mentaður maður, prestur, Bernhard Hirzel að nafni. Hann var fæddur 1807 og stundaði nám í Ziirich, Berlín og París. Auk guðfræðinnar stundaði hann austurlandamál og þá einkum Sanskrit. Hann giftist þegar á stúdentsárum sínum, en hjónabandið varð óhamingjusamt. Hann varð dósent í Ziirich í Austurlanda- málum, en stundaði kensluna illa og varð að láta af embætti. Árið 1837 varð hann prestur í sveitaþorpi því, sem Pföffikon heitir. Hirzel var eldlegur ræðumaður og í upp- hafi frjálslyndur, en óhamingjusamt hjóna- band og ýms önnur óhöpp í lífi hans breyttu afstöðu hans og gerðu hann trúheitari og íhaldssamari en áður. Frægur varð hann útaf Strauss-málinu alkunna. Um 1850 var þýzkur guðfræðingur og heimspekingur, Jóhann David Strauss að nafni, ráðinn kennari við háskólann í Ziirich. Strauss hafði meðal ann- ars skrifað bók um líf Jesú, þar sem hann heldur því fastlega fram, að Jesús hafi verið manns en ekki guðs sonur. Þessi bók vakti mikla eftirtekt, en einnig mikla gremju meðal strangtrúaðra Þjóðverja og þeirra, sem þýzka tungu töluðu. Bernhard Hirzel var einn þeirra manna, sem ekki gátu liðið kenningar Strauss, og er hann frjetti af embættisveit- ingunni, ljet hann safna liði víðsvegar um bygðir kantónunnar þann 5. september 1839. Sjálfur lá hann allan daginn á bæn og fram á miðnætti, en þá ljet hann hringja klukk- um til merkis um það, að liðið skyldi halda af stað til Zurichborgar. Þarna voru saman komnar nærri tíu þúsundir manna, vopnaðir með lurkum, heykvíslum, járnteinum, ljáum og eldhússkörungum, og sem hjeldu nú til borgarinnar syngjandi sálma og önnur and- leg ljóð. I bardaganum við lögregluna og herlið borgarinnar sigraði lið Hirzel, nokkrir menn fjellu og þar á meðal einn af ráðherrunum. Stjórnin sagði af sjer og Hirzel komst nú til vegs og valda. En ógæfan hvíldi yfir honum eins og áður. Ósiðsamlegt líferni varð til þess, að hann varð að segja af sjer, tók hann þá aftur við dósentsembættinu við Zurichháskól- ann, en það varði ekki nema skamma stund, því þá varð hann ástfanginn í ungri stúlku, sem hann vildi giftast, en fjekk ekki skilnað frá konunni. Þá stal hann peningum, flýði með stúlkuna til Parísar og skaut þar bæði sjálfan sig og hana árið 1847. En þrátt fyrir ýms afglöp leiddi þetta upp- þot Hirzels til góðs fyrir íbúa sveitanna. Þeir voru með þessu búnir að brjótast undan oki og yfirráðum Zúrichborgar og hafa frá þeim degi stjórnað málum sínum sjálfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.