Lögrétta - 01.01.1936, Síða 70

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 70
LÖGRJETTA 144 143 og 7 helgar tölur, en 13 er óhappatala. Sunnu- dagurinn er blessaður, en miðvikudagur og föstudagur eru til mæðu og bölvunar. Enn í dag trúa Hálendingar á dularfull öfl, sem lækna sjúka, gera menn ríka eða hegna óvinum manns. Meðal annars halda mótmælendur, að kaþólskir munkar sjeu ríkir af þessum öflum og hefi jeg heyrt eftirfar- andi sögu af því: Rjett fyrir síðustu alda- mót fór Hálendingur nokkur til munks og bað hann að stúta fyrir sig nágranna sínum. Þegar munkurinn svaraði ekki strax, spurði Hálendingurinn hæðnislega, hvort hann gæti þetta máske ekki. „Jú, getuna vantar ekki“, svaraði munk- urinn, „en ef jeg á að gera það, verð jeg að setja ykkur báða á vog, og sá ykkar, sem verri er, hann deyr. Hver ykkar það verður, það veit jeg ekki.“ Hálendingurinn hvarf sem skjótast og fór aldrei fram á þetta aftur. Um svipað leyti veiktist kona mjög hættu- lega í þorpi Ziirichhálendisins og hjeldu að- standendur hennar að það stafaði frá göldr- um. En til að ráða bót á þessu, var hesti slátrað og hófarnir grafnir í jörðu, en þvagi helt ofan í sjúklinginn, því þetta hvorttveggja þóttu örugg meðul gegn kyngi. Þetta dugði samt ekki og sjúklingurínn dó. En sjö árum seinna fanst lík konunnar uppþornað uppi á háa lofti hússins, sem hún hafði búið í. Kom þá upp úr kafinu, að líkið hafði aldrei verið jarðsett, heldur troðið einhverju rusli niður í líkkistuna, sem grafinn var. Það var gert til þess, að húsmóðirin færi ekki af heimil- inu, en það var trú manna, að þá gengi alt húshald á afturfótum. Enn hefi jeg heyrt sögu af núlifandi Há- lending, sem hann hefur sjálfur sagt frá. Lítill drenghnokki, sem hann átti, beinbrotn- aði, en í staðinn fyrir að sækja lækni, reyndi faðirinn aðferð, sem hann vissi óbrigðula við beinbrotum. Aðferðinn var í því fólgin, að hann skar neglumar af hægri hendi og vinstra fæti á syni sínum, en síðan af vinstri hendi og hægra fæti. Þegar hann hafði þannig skorið neglurnar í kross, Ijet hann þær í gæsaham og gróf þetta alt undir trje nokk- urt klukkan nákvæmlega 12 á miðnætti, en las fyrir munni sjer nafn föður, sonar og heilags anda á meðan athöfnin fór fram. Þegar faðirinn kom heim um nóttina að af- loknu þessu verki, sá hann strax mikil bata- merki á syni sínum og honum fór dagbatn- andi upp frá því. Ekkert óáþekkar þessu voru lækningaað- ferðir kerlingar nokkurrar, sem átti sextán ketti og sem læknaði sjúka unnvörpum. Lækningaaðferðin var fólgin í því, að kerl- ing lagði einn kattanna ofan á hinn auma eða veika blett sjúklingsins og innan lítils tíma var honum batnað. Þessi kerling hafði mjög mikla aðsókn og miklu meiri en nokkur lærð- ur læknir hafði þar um slóðir. XII. Við vorum tveir saman, vorum orðnir seint fyrir og áttum langt heim. 1 loftinu hömuð- ust helsvört ægiþung ský, og við hröðuðum göngu okkar eftir mætti, því leiðin lá í gegn- um myrkan, þröngan og djúpan dal, sem var skuggalegur og geigvænlegur eftir að dimma tók á kvöldin. Það var komið þreifandi myrkur. En veg- urinn var góður og vinstra megin við hann fjell straummikil á í gljúfrum. Niður henn- ar var tröllslegur, og á myrkri nóttunni fanst manni hann vera eins og draugslegt öskur, sem kom neðan úr djúpunum og steig upp á yfirborð jarðar. Það fór ónotalegur kuldahrollur um mig í þessum mannlausa, koldimma dal, þar sem hvergi var mann að sjá nje ökutæki. Skógurinn var til hægri handar kolsvartur og ískyggilegur. Mjer fanst að þar hlyti morðingi að bíða bakvið sjerhvert trje, og að við værum hin tilvalda bráð þeirra. Alt í einu lýsti í kringum okkur sem um hábjartan dag, og í sömu svipan var eins og að öllum jámplötum jarðríkis væri kastað af voðalegu afli í eina bendu. Þrumuveðrið var komið. Eldingunum laust niður alt í kring, þær slóu ofbirtu í augun með hinum f jólubláu blossum, og það var í senn eitthvað tígulegt og hræðilegt við þær. Þrumurnar voru aflþrungnar og svo hvellar, að við feng- um hellur fyrir eyrun. Vindurinn þaut í toppum trjánna og regnið streymdi yfir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.