Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 71

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 71
145 LÖGRJETTA 146 okkur.Við hertum gönguna, en vindurinn og regnið hertu sig enn meir og urðu okkur sterkari. Okkur varð það til láns, að við kom- umst að gömlu hrundu steinhúsi. Það var þaklaust en þó afdrep fyrir rokinu og mesta regninu. Við settumst í skjól undir einn vegginn en þar var skuggalegt og draugs- legt, og jeg settist þar með hálfum huga. „Þetta hjerna var áður fyr alþekt hús,“ sagði fylgdarmaður minn. „Á hvern hátt?“ spurði jeg. „Það var eitt sinn alræmt morðingjabæli," sagði hann. Jeg byrjaði að verða forvitinn, en efaðist samt um sannleiksgildi þessa orðróms. „Nei, í fylstu alvöru talað, þá mun þetta vera sannleikur,“ svaraði samfylgdarmaður minn. „Því þetta hefur verið skráð í forna annála og sjest enn í rjettarbókum frá þeim tímum.“ „Veistu nokkuð nánara um þetta?“ spurði jeg. „Já, jeg hef einhversstaðar lesið um þetta, en það er svo langt síðan, og jeg veit ekki hvort jeg man að segja frá því. En það var í ofviðri eins og núna, í myrkri eins og nú, að hjer var göngumaður einn á ferð og knúði á dyr þessa einmana húss, sem þá var veitingahús. Um kvöldið var honum veittur beini af gömlum, ískyggilegum veit- ingamanni og illúðlegri konu hans, en þau voru einu íbúar hússins. Gestinum leist illa á hjónin, hann ugði svikráð og hafði á sjer andvara um nóttina, en þorði ekki að sofna. En um það bil, sem þreytan og svefninn voru samt að vinna bug á mótstöðuafli hans, sá hann í skini eldinganna, að þak loftsins var að síga ofan á hann, svo hann þaut í ofboði fram úr rúminu, henti sjer á nærföt- unum út um gluggann og flýði inn í skóg- inn. Daginn eftir fór hann til fógetans og kærði þetta fyrir honum. Fógetinn safnaði liði, fór með það til veitingahússins, rann- sakaði það hátt og lágt, en tók gestgjafana fasta. Niðri í kjallara hússins fann hann loks fjölda líka, sem þar láu í bunka, og sem myrt voru á hryllilegan hátt, til að ná af þeim peningum og öðrum fjármunum. „Hvað var gert við hjónin?“ spurði jeg. „Þau voru hengd upp í stóra eikartrjeð, sem við sjáum bera hjerna við loft“, og sam- fylgdarmaður minn benti mjer á risavaxna eik, sem gnæfði hærra en önnur trje og bar við himinn mót mynni dalsins. „Þegar mán- inn skín á kvöldin“, hjelt förunautur minn áfram, „eða í þrumuveðri á nóttu, eins og nú, þykist fólk enn 1 dag sjá hjónin í skini mánans eða við glampa eldinganna, hangandi uppi í eikinni stóru. Þá sjást þau með ægi- leg, starandi augu, sem eru hálfsprungin út úr augnatóftunum, andlitin eru kinnfiska- sogin, hárið lafir í ógreiddum flygsum niður í andlitið, blóð rennur úr nasaholum og eyr- um, en tungurnar lafa út úr galopnum munn- unum.........“ „Hættu!“ öskraði jeg upp yfir mig, hálf- vitstola af þessari hryllilegu lýsingu. Jeg þorði ekki að líta til eikarinnar stóru, því hver vissi nema jeg sæi þar tvö viðbjóðsleg andlit með lafandi tungur út úr galopnum munnunum .... Jeg áræddi ekki að hugsa lengur, en gekk út í storminn og regnið — út í þrumurnar og eldingarnar. Félagi minn kom á eftir. XIII. Aðalatvinnugreinir Ziirichkantónunnar eru iðnaður, landbúnaður og verzlun. Fram á J9. öld var Zurich eitthvert gróðursælasta land- búnaðarfylki Sviss, en frá þeim tíma hefur landbúnaðurinn breyst hröðum skrefum í iðn- að. Og svo hröð eru umskifti þessi, að 1870 lifðu 36,6% íbúa kantónunnar á landbúnaði, en 30 árum síðar, aðeins 19%. Þótt iðnaðurinn dragi fólksfjöldan til sín og þótt menn sækist eftir hægðinni, þá hefur bóndastaðan ýmsa kosti, sem varla verða til verðs taldir. Bóndinn er heilsubetri og lang- lífari, óbundnari í skoðunum sínum og frjáls- ari í starfsháttum heldur en iðnaðarmaður- inn. Vinnan er f jölbreyttari, krefur meiri um- hugsunar og gerir vinnumanninn eðlilegri og samræmdari náttúrunni. Fyrir rúmum hundrað árum, eða um alda- mótin 1800 var svissneski bóndinn í pólitískri, efnahagslegri og andlegri neyð. Þá var hann ómentaður, óskrifandi, oft heldur ekki les- andi, hjátrúar- og hleypidómafullur. Hann var íhaldssamur og barðist með hnúum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.