Lögrétta - 01.01.1936, Síða 75

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 75
153 LÖGRJETTA 154 upp til sveita eru árlega haldin námskeið í matreiðslu, saumum, prjóni, hekli, hjálp í viðlögum eða einhverju öðru. I Ziirichkantónunni er fullkomnasta al- þýðumentun, sjermentun og æðri mentun, sem til er í Norðurálfu. Hvað listir, bókment- ir, hljómlist og aðra menning snertir, stend- ur kantónan fyllilega á sporði hvaða menn- ingarþjóð sem er, og ekki síst vegna hins ágæta skerfs, sem Ziirichborg leggur til menningarmála. XV. I þorpi nokkru á bökkum Zurichvatnsins lifði eitt sinn undurfagur sveinn — svo fag- ur að hans líki hafði aldrei sjest áður þar um slóðir. Ungmeyjarnar keptust um að ná hylli hans, þær þrýstu sjer upp að barmi hans í dansinum og brostu ástfangnar til hans. En sveinninn ungi brosti kalt, hann skifti sjer ekkert af stúlkunum og tók enga fram yfir aðra. Þær hjeldu að hann væri hjartalaus, en vissu ekki, að á hverri nóttu birtist hon- um hafmey í draumi, sem var fegurri og yndislegri en nokkur fegurð var, sem honum hafði birtst áður. Svo varð hann svo ást- fanginn af hafmeynni, að á daginn og á björt- um mánaskinsnóttum sigldi hann á bát eftir vatninu og horfði niður í djúp þess. Hann dreymdi og þráði, en sinti ekki því, sem skeði umhverfis hann og fólk hjelt hann vit- skertan. Dag eftir dag og nótt eftir nótt skygndist sveinninn niður í bládýpi vatnsins, stundum sýndist honum andlit hafmeynnar birtast í því, en þegar hann gætti betur að, var þetta aðeins sól eða máni er spegluðust í vatnsfletinum. Árangurslaust kallaði hann á hafmeyna, harmþrunginn og dapur, en hún birtist honum aðeins í draumi. Svo bar það við eitt kvöld, er sól gekk til viðar og roðaði spegilsljettan vatnsflötinn í undursamlegu deyjandi geislaflóði, að snjó- hvít hönd steig upp úr djúpinu með undur- fagra rós, sem hún rjetti til hans. Loks birt- ist hún öll — og nú þúsundfalt fegurri en hún hafði nokkru sinni birst honum í draumi. Hún var klædd grænni slæðu og rödd hennar hljómaði fegur en nokkur hljómlist gat túlk- að. „Með brúður gakk í bláa vatnsins höll,“ kallaði hún til hans og sveinninn, sem rjeði sjer ekki fyrir fögnuði, henti sjer út af bátn- um og í faðm hinnar töfrandi hafmeyjar. Þau hurfu í djúpið og hafa aldrei sjest eftir þetta. En á mánaskinsbjörtum nóttum heyra sumir, að hvíslað er ljúfum ástarorðum úti á vatninu og á hverju vori síðan vaxa við það undrafagrar rósir, sem heita vatnarós- ir — en það eru sömu blómin og hafmeyjan unga rjetti brúðguma sínum, kvöldið þegar fyrstu samfundum þeirra bar saman. Það er björt mánaskinsnótt og jeg stend á bökkum Zúrichvatnsins. Alt í kringum mig er blómabreiða, undurfagurra hvítra blóma — en það eru vatnarósir. Utan frá vatninu heyri jeg ljúfa, angurværa og dreymandi tóna, það er sennilega ástahvísl hafmeyjar- innar og sveinsins fagra. í skini mánans sje jeg hvar veiðmaður dregur inn net sitt á bát úti á vatninu, en uppi við landið synda nokkr- ir hvítir stoltir svanir, sem kvaka blíð og hugljúf kvöldljóð. Þúsundir ljósa blika alt í kringum vatnið, en tunglið speglast í því og myndar rák yfir það þvert. Nóttin er blíð og kyrr — hún er fögur. Jeg stend, horfi út á vatnsflötinn og læt mig dreyma. Mig dreymir mörg þúsund ár aft- ur í tímann, þegar steinaldarmenn lifðu hjer við frumstæð skilyrði og litla menningu. Mig dreymir áfram og dreymir þróunarsögu íbú- anna hjer, mig dreymir öll þau skilyrði, sem nútímamaðurinn hefur við að búa, öll þau þægindi, alla þá fegurð, öll gæðin sem aldirn- ar hafa skapað og fengið honum í hendur. En maðurinn kann ekki að meta þetta eða vill ekki gera það. Hann er í dag jafn óánægður með hlutskifti sitt og hann var fyrir þúsundum ára — og hann efast jafn- vel um það, að heimurinn hafi tekið nokkr- um breytingum til batnaðar frá því á dögum frumbyggjanna. En í nótt skildist mjer það, að það er að- eins til einn flokkur manna, sem er bjartsýnn og sæll, sá flokkur er lítill en hann hefur verið til frá ómunatíð og er til enn í dag. Það er sá flokkur manna, sem fóru einir, sem hörfuðu af þjóðbraut vanans og fjöld- ans — og sem þorðu að kasta sjer í faðm- lög hafmeyjanna. En vegna þess að þeir þorðu að glata sjer, gáfu þeir lífinu vatna-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.