Lögrétta - 01.01.1936, Síða 79

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 79
161 LÖGRJETTA 162 Þótt heimurinn glúpni hálfur og himininn gráti sjálfur er sólin sígur að kveldi, skal sál þín frá viljans eldi vermast og vegi finna, þótt vegstjarna óska þinna í tímanna hafdjúp hnigi eða hyljist af svörtu skýi. Við hyllum þann hetju anda, sem hefur þrek til að standa þótt blási úr öllum áttum illspám og rofnum sáttum, og aleinn á verði vakir, en veit sínar eigin sakir þær einar: að vilja vera verður sitt nafn að bera. Hver hugsjón, sem heiminn stækkar og hugarvillum fækkar, á upphaf í sorg og sárum við sædjúp af leyndum tárum; þeir leita ekki langt til fanga, sem ljettasta veginn ganga og velgengnin vefur örmum, en vita ekki af kvöl og hörmum. Þín dáð er að vaka og vinna í víngarði bræðra þinna, þitt líf er þín eigin yðja, þín ætlun að leiða og styðja, þín laun eru lögum bundin, þitt lán er að vaxta pundin: Að lyfta því lága hærra, úr litlu að gera stærra. Pjetur Benteinsson, frá Grafardal. UM VlÐA VERÖLD. FRA spánverjum. Frh. af bls. 8. talin besta saga spænskrar tungu, á eftir Don Quixote, gerðist einnig lýðveldissinni og varð fyrsti sendiherra lýðveldisins í London. Svona mætti nefna fleiri höfunda, sem sner- ust á lýðveldissveifina um og eftir 1930, en sá maðurinn, sem mestan þátt átti í þess- um straumhvörfum, er þó Ortega y Gasset, heimspekingur og gagnrýnandi, sem fyrir löngu er Evrópufrægur maður og bækur hans eru þýddar á ýms mál. Meðal þeirra eru bókin Um ástina, Bók áhorfandans og tvær aðrar, sem ekki síður eru athyglisverðar fyrir skilninginn á rás viðburðanna á Spáni, þær heita Hlutverk nútímans og Uppreisn almúgans. Ortega er að vissu leyti raunsæismaður, hann boðar trúna á lífið eins og það er, og trúnaðartraustið á það, að lífið sje gott í sjálfu sjer. Lífið er eins og órofin heild og vill ekki sjálft vera annað. Lífið er þess vegna, segir hann, ekki trúrænt, ekki siðrænt, ekki list- rænt, ekki verkrænt og ekki vísindalegt, út af fyrir sig. Þeir, sem reyna að lifa lífinu út frá einhverju þessara sjónarmiða einu út af fyrir sig, eða þeir, sem reyna að skýra lífið einungis út frá trúarlegu, eða einungis út frá vísindalegu sjónarmiði, eða efnislegu, þeir hafa misskilið sjálfa sig og lífið. Því að lífið er ekki eitt af þessu, heldur þetta alt saman, og hlutverk nútímans er það, að snúa aftur til lífsins sjálfs. Þetta á samt ekkert skilt við það gamla vígorð að snúa aft- ur til náttúrunnar og einfaldleikans, eins og Rousseau skildi það, eða að snúa aftur til frumstæðs lífs og frumkristinnar trúar, eins og Tolstoj skildi það, eða að snúa undan flókinni vjeltækni nútímans, eins og Gandhi á við. Það er þvert á móti hlutverk nútím- ans, að lifa í og gera sjer undirgefna alla hina flóknu tækni, allan hinn flókna búskap, hin dámsamlegu vísindi og þá dýrðlegu trú, sem ieit og reynsla kynslóðanna hefur safn- að saman. Það er hlutverk nútímans að gera það samræmi og þann samruna þessa alls, sem er lífið sjálft, að þungamiðju allrar menningar. Ef menn efla einn þátt lífsins á kostnað annars, þá veldur það hnignun eða rjenun persónuleikans eða hruni menningar- starfsins. Ef menn efla trú sína einstrengis- lega á kostnað vísindalegs og hagnýts hugs- unarháttar, þá er það slæmt, ef menn magna vísindalegt og hagnýtt sjónarmið sitt á kostn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.