Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 82

Lögrétta - 01.01.1936, Blaðsíða 82
LÖGRJETTA 168 167 hann varð forsætisráðherra, að þrátt fyrir alla sína jafnaðarstefnu væri hann heiðurs- maður og höfðingi, og Poincaré sagði, að hann væri eini jafnaðarmaðurinn, sem sjer leiddist ekki. Hann er nú um hálfsjötugur (f. 1872). Hann er Parísarbúi, og Gyðingur og ætt hans er komin frá Alsace. Honum er oft núið þessu um nasir af andstæðingum sínum, að hann sje Gyðingur, og svo því að hann sje ríkur Gyðingur. Faðir hans var velefnaður kaup- sýslumaður og verksmiðjueigandi og Blum og bræður hans voru aldir upp við alsnægtir og ágæt kjör, og eru enn vel í álnum, þó að stundum sje sjálfsagt gert of mikið úr ríki- dæmi Blums. Hann gekk í æsku í hina beztu skóla og var ágætur námsmaður, og eru þeir bekkjar- bræður hann og Herriot, annar af þekktustu stjórnmálamönnum Frakka nú. Hann lagði einkum stund á lögfræði og heimspeki, en fór einnig snemma að fást við bókmentir og gagnrýni, einkum á leiklist og hneigðist m. a. að þýzkum bókmentum. En jafnframt hjelt hann áfram lögfræðilegum störfum sínum og gerðist embættismaður. Hann komst inn í stjórnmál og opinbert líf þegar deilurnar stóðu hæst um Dreyfus- málin, og var með Dreyfus. Þá kyntist hann Jaures, sem var forvígismaður jafnaðarstefn- unnar í Frakklandi og fór þá meira og meira að hneigjast að þeirri stefnu. Þeir urðu mikl- ir mátar og samverkamenn, Blum og Jaures, og stofnaði hann, árið 1906, blaðið L’Human- ité, sem lengi var aðalblað franskra jafnað- armanna, en er nú kommúnistablað. 1 þetta blað skrifaði Blum afarmikið, en hjelt jafn- framt áfram öðrum ritstörfum sínum. Hann hefur skrifað bækur um leiklist, um Stendtal og bók um hjónabandið og hann er mikill bóka- og lestrarmaður si og æ. Það er sagt, að eitt sinn er hann kom í stjórnmála- erindum til London, var hann ekki síður gestur í bókasafni British Museum en á fund- um stjórnmálamannanna. Hann er sagður ágætur ræðumaður. Blum hefur átt erfiða aðstöðu í stjórn sinni. Hún er orðin til fyrir samfylkingu jafnaðarmanna og kommúnista og róttæka flokksins, Front Populaire. Jafnaðarmanna- flokkur Blums er stærstur í þessari samfylk- ingu, og jafnvel án kommúnista gæti hann haft meirihluta, en ekki án stuðnings hinna róttæku. Blum hefur knúið fram ýmsar breyt- ingar, samkvæmt stefnuskrá samfylkingar- innar, s. s. nýtt skipulag á stjórn Frakk- landsbanka, þjóðnýtingu vopnaframleiðsl- unnar og upplausn eldkrossaliðsins, og f jöru- tíu stunda vinnuvikuna, og auk þess ýmsar breytingar á skóla- og mentamálum, sem minni athygli hafa vakið út í frá, en hinar. Um sumar af þessum breytingum verður ekki sagt með neinni vissu hver áhrif þær hafa og mörgum þeirra hefur verið tekið þung- lega og hefur Blum ýmist þurft að vega eða verjast á báðar hendur — vinnuveitenda og verkamanna. Blum lítur sjálfur svo á, að hann sje að verja lýðræðið í Frakklandi, og hann telur sig enn langt frá því í ýmsum greinum að vera kommúnista, þó að hann sje í bandalagi við þá, en höfuðóvin sinn og sterk- asta andstæðing telur hann fascismann og álítur að hann muni ná völdum í Frakk- landi ef samfylkingin bili. En óttinn við þessa stefnu og við Hitler og uppgang hans sjer- staklega, varð mest til þess að auka sam- fylkingunni fylgi í Frakklandi, meira en trú- in á nauðsyn eða gildi þeirrar þjóðfjelags- stefnu, sem hún barðist fyrir, enda eru sam- fylkingarmenn undirniðri ærið ósammála um þau efni, hversu lengi sem Leon Blum kann að geta sameinað þá. Eugene O’Neill hlaut bókmentaverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Hann er amerískur maður, eitt snjall- asta og sjerkennilegasta leikritaskáld nútím- ans, þó að mjög hafi hann verið umþráttað- ur, því að hann hefur farið sínar eigin götur um form og efnismeðferð. Rit hans hafa ver- ið leikin um allar jarðir, m. a. einn smáleikur i íslenska útvarpinu. Helstu leikrit hans eru: Jones keisari; The Great God Brown; Strange Interlude og Lazarus hló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.