Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 89
181
LÖGRJETTA
182
koma út á dönsku (Vor Tids Verdenshistorie)
en einhver besta Evrópusaga, sem skrifuð
hefur verið um langt skeið er á ensku, eftir
Fisher (A History of Europe). Meðal stórra
þýddra minningabóka er Visdommens Syv
Söjler eftir Lawrence, hinn fræga Arabíu-
Lawrence.
Sjálfstæði íslands 1809,
eftir Helga P. Briem.
Þetta er stórt og merkilegt sagnarit, sem
segir frá Jörgensensæfintýrinu hjer á landi í
byrjun 19. aldar, og er margt dregið þar
fram, sem varpar nýju ljósi yfir viðburði
þeirra tíma og menn þá, sem mest koma þar
við sögu. Hefur töluvert verið ritað áður um
þessi mál á íslenzku, en höf. hefur sótt nýtt
efni í handrit, sem geymd eru í British Muse-
um í Lundúnaborg. Jeg er ekki að rita nýja
sögu • Jörundar hundadagakonungs, segir
hann í formálanum. Það hefur verið gert
áður, bæði í bundnu máli og óbundnu. Rit
þetta er tilraun til þess að rekja sögu hins
skammvinna lýðveldis á íslandi á árinu 1809
og meta það, hvernig menn brugðust við því
innanlands og utan, en sögu Jörgensens ein-
göngu að því leyti, er hún snertir sögu lýð-
veldisins.
Það er kenning höf., að ísland hafi þann
stutta tíma, sem Jörgen Jörgensen ríkti hjer,
verið fullvalda lýðveldi, og færir hann marg-
ar og skýrar röksemdir fram fyrir þeirri
skoðun sinni, hvað svo sem lögfræðingar og
ríkisrjettarfræðingar síðar kunna að segja
um þetta, þegar til þeirra kasta kemur. Eng-
inn hefur enn sem komið er látið neitt uppi
um það. En til stendur, að höf. verji þetta rit
sitt fyrir doctorsnafnbót hjer við háskólann
innan skams. Það er þó ekki lögfræðisdeild
háskólans, sem um það á að fjalla, heldur
heimspekideildin, svo að það verður sagn-
fræðilegt gildi ritsins, sem um verður dæmt,
en ekki lögfræðilegt eða rjettarfræðilegt gildi
þess.
Rit þetta varpar, eins og þegar er sagt,
nýju ljósi yfir framkomu Jörgens Jörgensen
og enskra kaupmanna hjer á landi á ófriðar-
árunum í byrjun 19. aldar. Sá ófriður snerti
ísland á annan hátt en heimstyrjöldin mikla,
rúmum hundrað árum síðar, að því leyti, að
þá var Danmörk ófriðaraðilji gegn Englandi,
en í heimsstyrjöldinni hlutlaust land. Á báð-
um þessum ófriðartímum lá þó nærri, að Is-
land yrði skilið frá Danmörku, og eftir því,
sem Helgi P. Briem lítur á málið, hefur sá
skilnaður verið fullkominn 1809, þótt aðeins
yrði um stundar sakir.
Jörgen Jörgensen, eða Jörundur hunda-
dagakongur, eins og hann hefur að jafnaði
verið nefndur hjer á landi, hefur alt fram til
þessa hlotið ill og niðrandi ummæli í íslenzk-
um ritum. I Jörundarsögu dr. Jóns Þorkels-
sonar ríkisskjalavarðar er ekki gert mikið úr
honum, og í raun og veru ekki heldur í kvæði
því, sem Þorsteinn skáld Erlingsson kvað um
hann og gerðir hans hjer á landi. I leikriti
Indriða Einarssonar, sem sýnt var hjer á síð-
astliðnu ári, er hann fyrst látinn koma fram
sem glæsilegur maður með fullri meðvitund
um ætlunarverk sitt. Og í þessu nýja riti
hr. Helga P. Briem, sem flytur langfylstar
og beztar heimildir um veru hans hjer á landi,
kemur Jörundur fram sem bæði glæsilegur
og gáfaður æfintýramaður, sem vill íslenzku
þjóðinni alt hið bezta. Hvort hann hefur ver-
ið hjer fulltrúi enskra valdamanna, sem ýmis-
legt virðist benda til, eða enskir kaupmenn,
sem hjer höfðu verzlun, hafa skákað honum
fram til þess að vinna land undan ríki, sem
átti í ófriði við England, vita menn ekki, og
úr því er ekki skorið í þessu riti. En þar eru
margar nýjar upplýsingar um afstöðu ein-
stakra íslenzkra mann til hans, og mesti og
voldugasti maðurinn hjer á landi á þessum
tímum, Magnús Stephensen konferenzráð,
kemur fram í öðru ljósi í þessu riti en í þeim
ritum öðrum, sem mjer eru kunnumþessimál.
Höf. á lof skilið fyrir þetta verk sitt.
Tvö sagnarit,
eftir dr. Jón biskup Helgason, hafa birzt
nú síðustu missirin, hið fyrra um Hálfdán
Einarsson skólameistara á Hólum, og kom
það út fyrir ári síðan, en hið síðara um
Hannes biskup Finnsson, síðasta biskup í
Skálholti, og kom það út síðastliðið sumar.
Fyrir það hefur Háskólaráðið hjer sæmt höf-
undinn verðlaunum af „Heiðurssjóði Ben S.
Þórarinssonar. “