Óðinn - 01.01.1921, Page 68

Óðinn - 01.01.1921, Page 68
68 ÓÐINN Bjarni Jónsson frá Yogfi. »Óðinn« flytur að þessu sinni mynd af Bjarna Jónssyni frá Vogi. Raunar mun vart sá íslendingur vera, er ekki þekki nafn hans og fleslir þeir, er um landsmál hugsa, hera mynd af honum í huga sínum, sem mun þó vera gagnólík eftir þvi sem litið er á stjórnmálastarfsemi hans og framkomu í opinberum málum. Á honum skella stór- : sjóir stjórnmála- : biimsins frekar en á flestum öðrum, en Bjarni er bardaga- maður, gerir oft at- lögu og hvetur þá samherja sína að láta Gamminn rása og geisa. Hann er í raun og veru i eðli sínu víkingur löngu liðinna alda, siglandi glæstum flota með drekahöfuð í stafni. En yfir aldanna höf tengist víkingseðli hans nútímanum; bókmentafjársjóðir tslendinga og ná- grannaþjóðanna og einkum þó Þjóð- verja eru aðalstoð- irnar i þessari brú. í ætt við Egil og önnur fornskáld vor hefði hann ef til vill orðið víða frægur of síðir fyrir drápur og bardagakvæði, ef hann hefði eingöngu alist upp við forníslenskar bók- mentir og venjur. En menning hans hefði þá orðið einhliða fyrir vorn hugsunarhátt. Menningar- hugsjón vor hlýtur að vera sú að tengja hið besta úr þjóðlegum fræðum vorum og erlendum saman, enda hefur hugsunarháttur þjóðarinnrr mótast allmjög á síðari árum fyrir erlend áhrif. Eðlisfar Bjarna hefur bent honum aftur í tímann og auk klassiskra fræða (lalínu og grísku) hefur honum Bjarni Jónsson frá Vogi. einkum verið ljúft að fást við söguleg efni ger- manskra þjóða og má þakka þessari hneigð hans þýðingar þær, er hann hefur gert á ritum þeirra Gustav Freytags og Conr. Ferd. Meyers, en norræn samkend hans og andlegur skyldleiki olli því, að hann sneri ritum Árna Garborgs á íslensku. Er það allra manna mál, að þær þýðingar sjeu prýði- legar, þótt mjög vandasamt hafi ver- ið, og mundi þýðing : hans á »Faust« : Goethes varla hafa tekist eins vel, ef Garborgs þýðingarn- ar hefðu ei farið á undan. »F a u s t« -þýðing Bjarna ber vott um : alhliða menning : hans, sjálfstraust og snilli; alhliða menn- ing þá að velja ein- initt það rilið úr heimsbókmentun- um, er lýsi öllum sveiflum mannlegra tilfinninga frá him- inhárri hlökkun til dýpstu örvæntingar, »Fausl«, er talinn er að standa ofar öllum öðrum skáld- : ritum heimshók- : : mentanna; sjálfs- : traust hans að þora að leggja út í slíkl stórvirki og snilli hans að leysa verkið eins vel af hendi og honum hefur tekist. Ætla mælti að »Faust«-þýðingin væri best á þeim köflum, er kenna má mestan andlegs skyldleika milli frum- skáldsins og þýðandans og mun svo og vera, en prýðilega eru og ýmsir þeir kaflar þýddir, er ætla mætti, að þýðandinn rjeði síst við. Bjarna er óvenju Ijett um rím og leikur hann sjer að bragbúningum og orðum; er þó mjög erfitt að ná öllum blæbrigðum í bragarhætti þeim, er Goethe notar (Knittelverz). Nefni jeg t. d. söng andanna (bls. 78), er mjög erfitt er að þýða:

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.