Óðinn - 01.01.1921, Page 69
ÓÐINN
69
Hvelflng skal flýja
himins til skýja!
Ljómandi sjái
loftsærinn blái
Ijúflegar inn!
Bólstrarnir blökku
byrgist í unnum!
Stjarnljósin rökku,
roöi af sunnum
kyssa nú kinn. —
— Vínlækir beinum
bugðast á reinum,
dansa á hreinum
dýrindissteinum o. s. frv.
í Ijóðum Bjarna sakna menn oft tilfinningaþunga
og vafalaust mun ýmsum þykja, að sum eintöl
Fausts hafi mist nokkurs við í þýðingunni; nefni
jeg þó t. d. tileinkunina að »Faust«, þar er þetta
erindi:
Nú mega þeir ei mínum óði hlýða,
þeir menn, sem fyrstu kvæðin þágu að mjer,
því tvistruð er nú fylking sú, hin fríða,
og fyrsta bergmál söngs mins dáið er.
Nú hlustar á mig ókunn mergðin lýða,
um önd, við lofið jafnvel, hrollur fer.
Og þeim, sem annars Ijóð mín fyrrum leyfðu
og lifa kunna, forlög víða dreifðu.
Benda má og á þá staði, er betri eru í þýð-
ingunni en í frummálinu og er slík leit skemti-
legri en að fetta fingur út í smávægileg atriði,
enda mun óhætt að segja það, að fáum skáldritum
í bundnu máli hafi verið snúið svo á íslensku,
að þýðingin hafi yfirleitt jafnast við frumtextann.
Jeg nefni t. d. viðtal þeirra Faústs og Mefisto-
felesar, er þeir þjóta áfram á svörtum hestum hjá
Hrafnasteini, þar sem aftaka Margrjetar á að fara
fram næsta dag:
Faust: Hvað hreyfist og dreifist við Hrafnastein?
Me/istofeles: Veit ei, hvað þær sjóða og seiða.
Faust: Hefjast hátt, líða lágt, hneigja sig, beygja sig.
Mefislofeles: Sjálfsagt seiðkonur.
Fausl: Bær hræra og særa.
Mefistofeles: Við hleypum hjá (bls. 266)
Þýskir bókmentafræðingar, er islensku kunna,
hafa lokið upp einum munni um það, að þýðing
Bjarna sje meistaralega gerð og þótt ælla megi,
að þeir geti ei dæmt um viðkvæmustu hræringar
málsins, má þýðandanum þykja vænt um dóm
þeirra, einkum er serbnesk þýðing á »Faust«, er
nýlega er komin út, hefur hlotið ómilda dóma þýskra
sjerfræðinga. A. J.
Augun með svörtu blettunum.
Augun tala enn um vor
og átján sólarbletti;
ætli þau beri ekki spor
eftir freyjuketti? —
Fnjóskur.
Guðmundur Gunnlaugsson.
Hann kom hingað í Kennaraskólann haustið
1908, og hafði þá tvo um tvítugt (f. 13/e — ’86).
Jeg man hvað hann gekk i augun á mjer þegar
í fyrsta áliti, hár og þrekinn, breiður um brjóst
og herðar, mikilleitur og
þó vel farinn í andliti, tal-
aði seint og skýrt, en út
úr bláum augunum skein
góðmannleg greind og festa.
Svo var og öll framganga
og limaburður, föst og fum-
laus. Undir eins og hann
sagði til nafns síns, kann-
aðist jeg við hann, því að
umsókn hans um skólann
hafði verið svo einkenni-
lega vel skrifuð, höndin
jafn traust og látlaus eins
og hún var forkunnar falleg. Hann var frá Haf-
ursstöðum í Axarfirði. Sá bær stendur einn sjer,
langt fram frá meginbygðinni, að austanverðu
við Jökulsá, og er næsti bær við Dettifoss þeim
megin, nærfelt miðja vega milli hans og Ásbyrgis.
Slíks var von — hugsaði jeg, er jeg virti fyrir mjer
þenna föngulega fjallasvein. — »Vaxinn eins og
björkin upp af bergi, barin veðrum, nærð á tjalla-
mergi« — svo sem Grímur kemst að orði um
Heming Á'laksson — ósvikinn íslenskur bóndason
eins og fornsögurnar lýsa þeim.
Hann var í 1. bekk um veturinn. Fleirum hefur
líklega lilist á hann líkt og mjer, var hann kos-
inn umsjónarmaður í bekknum. Það hefur að vísu
aldrei verið mikil vandastaða, en það voru ekki
heldur misfellurnar á benni í það sinn. Náms-
maður var hann ágætur; fjekk við vorprófið ágætis
einkunn i 8 greinum af 12, þar á meðal í íslensku
bæði munnlegri og skriflegri. Ekki hafði hann sig
mikið frammi í skólalifinu um veturinn, en gengið
var úr skugga um það i glimufjelaginu að hann
liafði krafta í köglum. Af nokkrum atvikum, er
komu fyrir hann um veturinn, utan skóla, urðu
kynni okkar meiri en ella. Öll staðfestu þau fyrsta
álit mitt á honum, framkoman einlægt söm við
sig, góðgjarnleg, yfirlætislaus karlmenskuró í orð-
um og atböfnum og brá fyrir kímnisbrosi að eins,
þar sem mjer fanst von til aö honum sárnaði eða
þætti fyrir. Annars hafði jeg ekki þá veitt þvi eftir-
tekt, að kímni var allríkur þáttur í skapi hans,
Guðmundur Gunnlaugsson.