Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 1

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 1
Um sjávarbotninn, og um hita og strauma sjávarins kring um ísland. Eptir H. E. Helgesen. Á seinni árum hafa rannsóknir á dýpi hafsins tek- ið miklum og fljótum framförum. Er það bæði því að þakka, að gufuvélinni er nú beitt á ýmsan hátt við könnun djúpsins með grunnsökku, og því, að mönnum hefir nú tekizt að búa til brúkanlegan hitamæli, er þolir þrýsting sjávarins án þess að brotna, og einnig ýmisleg- áhöld (krökur), til þess að ná dýrum með upp úr sjónum og af sjávarbotni. Ýmsar þjóðir, svo sem Bretar, þjóðverjar, Frakkar, Svíar, Rússar, Noregs- menn og Danir, hafa gjört út skip, sumar með ærnum kostnaði, til þess að rannsaka dýpt og hita sjávarins í ýmsum höfum, en þó einkum í höfum þeim, er liggja milli Ameriku og Grænlands að vestan og Afríku og Evrópu að austan. Prófessor H. Mohn í Kristíaníu hefir haldið fyrirlestur um „Dýpi og hita í hafinu milli Norðvestur-Evrópu og Grænlands11, og er hann prent- aður í „Tímariti hins danska Iandfræðisfélags“, i.bindi 1877, V. og VI. hepti; leggur hann þar til grundvall- ar rannsóknir þær, er gjörðar hafa verið á þessu svæði af ýmsum af þjóðum þeim, er nýlega voru taldar. í Timarit hins íslenzka Bókmentafélags. I. 5

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.