Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 4
68
hafinu, er myndar framlenging íslands i suðvestur niðri
ísjónum. Fyrirvestan hrygg þennan gengurenn ann-
ar flói frá Norðvestur-Atlantshafsdjúpinu upp í Græn-
landshaf, er Danir eru famir að nefna Danmerkur-
sund, og liggur vestan að honum suðausturströnd
Grænlands. Loksins gengur breiður flói upp í Dnvis-
sund, milli Grænlands og Labradors, og grynnist hann
eptir þvf sem norðar kemur.
Bretlandseyjar allar, að meðtöldu Hjaltlandi
(Shetlandsey]xim), liggja á grynningum mjög víðum um
sig, og er hvergi meir en ioo faðma dýpi á þeim. —
þær ná yfir allan Norðursjóinn, sem er mjög gmnnur,
að sunnanverðu að eins 20—30 faðma djúpur, að norð-
anverðu 50—100 faðma að dýpt. Grynningar þessar
em því nær þverhnýptar að sunnanverðu, þar sem
veit að Biscayaflóa, og að vestanverðu að Rockalláln-
um. Að norðvestanverðu við Norðursjávargrynning-
arnar liggur Færeyja-Hjaltlands-állinn; hann er hér
um bil 600 faðma djúpur og skerst úr íshafsdjúpinu í
suðvestur inn á milli Færeyja og Hjaltlands. — Norð-
austurhluti Norðursjávargrynninganna greinist frá Nor-
egi af nokkuð djúpum ál, Norska-álnum, er frá Stað
liggur skamt fyrir utan Noregs strendur suður með
landi lengst inn i Skagerak, og greinir áll þessi fjall-
lendi Noregs frá nágrannalöndunum næstu að sunnan
og vestan.
Færeyjar liggja á grynningum nokkuð víðum um
sig, og greinast þær af smá-sundum niðri í sjónum frá
mörgum grynningum neðansjávar, er að þeim liggja.
Færeyjagrynningarnar eru lengstar frá norðaustri til
suðvesturs fram með Færeyja-Hjaltlands-álnum, og
bendir stefna þessi á Rockall. Milli Færeyja og suð-
austurhluta íslands liggur samfastur breiður hryggur
niðri í sjónum, og er dýpið á honum nokkurn veginn
jafnt eður um 250 faðma. — Skamt frá íslandi gengur