Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 10

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 10
74 Snæfellsnesi, og er því nefnd Reykjaneslínan, og er stefna hennar frá austri til vesturs. Fjórða eldgoslínan heíir stefnu frá suðaustri til norðvesturs eptir línu dreginni frá Færeyjum yfir Fær- eyja-lslandshrygginn, Vatnajökul, Hofsjöktd, Vest- firði, og grunnið í Grænlandshafi. Prófessor Kjerulf hefir sýnt fram á, að í lögun dala og íjalla sunnan til í Noregi sýni sig 4 aðalstefn- ur. Með strikum eptir þessum stefnum má draga upp kort Suður-Noregs, að því er snertir aðalstefnurnar, og prófessor Mohn segir, að eigi að eins firðir, fjöll og dalir í Suður-Noregi fari eptir íslands eldgoslínum, heldur megi benda á hæðir og lautir á mjög stóru svæði, er gangi þeim jafnhliða, til dæmis: Frá mynninu á Keisara-Franz-Jósepsfir<S\ til Sabin- eyjar við austurströnd Grænlands1 gengur frá suðvestri til norðausturs kafli af Grænlandi, sem aðalefnið í er Dolerit2, og eru Færeyjar og margir partar af íslandi einnig myndaðir úr honum. Sé lína þessi framlengd til norðausturs, verður hún fyrir norðan Spitsbergen, og lendir á Franz-Jósepslandi, er Norðurheimskautsfar- ar þeir fundu, er gjörðir voru út af Austurriki-Ungarn árið 1872; er land það einnig úr Dolerit. Stefna línu þessarar er jafnhliða Heklulínunni, og sömu stefnu hefir austurströnd Grænlands við Grænlandshaf; lengd Jan Mayens fer eptir þessari línu, suðausturströnd íslands, Rockall- Færeyja-grynningarnar, norðvesturbrún Norð- ') Sabiney liggur við austurströnd Grænlands hér um bil á 75. mæli- stigi n. br., og er suðurtá Spitsbergens nokkru norðar en beintiaust- ur frá henni. Franz-Jósepsfjörður liggur hér um bil 2 mælistigum sunnar og skerst inn í Austur-Grænland, yzti og innsti partur hans frá suðaustri til norðvesturs, miðhluti hans frá suðvestri til norðausturs. !) Dolerit er eins konar brunagrjót, dökkgrænt að lit og skylt stuðlabergi (Basalt). J>egar Dolerit mylst af áhrifum lopts og vatns, og verður að dusti, myndar hann frjóvgan jarðveg.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.