Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 14

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 14
78 íslands. Petermann1 álítur að sönnu, að heiti straum- urinn við vesturströnd íslands snúi á sumrin við norð- vesturkjálka íslands til austurs, og haldi síðan áfram austur á bóginn fram með norðurströnd íslands, en á vetrum lætur hann sjávarhitann við sjávarmál vera minni en i° við vesturströnd, og minnieno°við norðurströnd íslands. Loksins hefir prófessor Mohn látið það álit sitt í ljósi, að heita strauminn, er leggur til norðurs fram með vesturströnd ísland, sé líklega að álíta sem apturkastsstraum (,,Reactionsström“), er pólstraumur- inn orsaki, og sem að lokum sameini sig við hann með því að snúa við til suðvesturs, en til þess neyðist hann máske af því, að Grænlandshaf grynnist eptir því sem norðar dregur. Sami rithöfundur ætlar, að sjávarhit- inn fyrir norðan ísland sé á vetrum undir o° á öllu dýpi. Hversu skakt menn þessir hafi farið í áliti sínu um þetta efni, mun fljótt sjást af rannsóknum þeim, er gjörðar hafa verið á herskipinu Fylla 1877, þá er Jacöbson var skipstjóri á henni og „Premierlieutenant“ Caroc gekk honum næst, og á sama skipi árið eptir eður 1878, þá er Buchwald var skipstjóri en „Premier- lieutenant“ F. Bardenfleth gekk honum næst. Sumar- ið 1877 var hiti og dýpi sjávarins kannað á 3 stöðum í Grænlandshafi, og 1878 á einum stað í Grænlandshafi vestur af Snæfellsjökli og á tveim stöðum norður af íslandi, og skal nú skýra frá rannsóknum þessum og árangri þeirra. ') Nafnfrægur þýzkur landfræðingur.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.