Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 29

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 29
93 né Indíanar, hvorki Mongólar né Suðurhafseyjamenn vilja skipta um bústaði, og munu alls eigi gjöra það nema af einhverri neyð, t. a. m. náttúruviðburðum: eldgosum, þurkum, vatnagangi o. fl., sem valda hall- ærum og tjóni, svo einungis tvent er fyrir höndum: annaðhvort að fara eða falla. Allir vita, að Grænlend- ingar eigi fást til að yfirgefa ættjörðu sína; þeir hanga við sitt kalda land eins og barn við móðurbrjóst; þá sjaldan þeirhafa verið fluttir til Danmerkur, hafa þeir orðið skammærir afleiðindum og heimfýsi, sumirreynt til að flýja heim og farizt. Frá ómuna tíð hafa þess- ar þjóðir átt þessi heimkynni, þar hafa þær geymt alt sitt sérstaklega eðli bæði til sálar og líkama, og annarstaðar mundu þær eigi þrífast. það gæti jafn- vel verið efasamt, hvort hinir hvítu Evrópumenn, sem bezt af öllum þola mismunandi loptslag og deiling hita og kulda, hvort þeir í rauninni sé lagaðir fyrir nokkurt land í Norður-Ameríku; því allar kynkvíslir hinna fyrstu nýlendumanna þar eru undir lok liðnar, eða þá þær eru að líða unðir lok, og fólksíjöldinn í Ameríku helzt mestmegnis við með því móti, að alt af koma nýir og nýir menn þangað frá hinum heims- álfunum1. Meginhluti jarðarinnar er því enn í dag því lögmáli undirorpinn, að sérhver þjóð ann fósturjörðu sinni og vill helzt vera þar, hirðir síður um að vera í öðrum löndum, og heldur við sitt þjóðerni og sínar venjur. þetta gildir yfir höfuð um allar þjóðir, og það er einmitt þetta lögmál, sem hefir haldið hinum sögu- lausu þjóðum föstum við heimkynni sín. Svo sannarlega sem maðurinn er dýrslegs eðlis, með því allur likami hans er bygður á náttúrulegum hlutföllum, svo sannarlega stendur hann og í hlutfalli við alla náttúruna sem í kring um hann er. Hinar norð- !) hetta stendur í Klöden, Erdkunde I, 1189.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.