Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 32

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 32
96 vinnum áhrifum náttúrunnar. Svo óendanlega fjölbreytt sem Amerika er að loptslagi, landslagi og öllum nátt- úruhlutföllum, þá er hún samt bygð af einni og sömu kynkvísl, sem öll hefir hið sama aðaleðli. Frá.65. mælistigi norðlægrar breiddar, það er: hér um bil frá norðurheimskauts-baugi, og suður að miðjarðarlínu er austurhluti austurálfunnar bygður af einni og sömu kynkvísl, þunnhærðri, og dekkri fyrir norðan en sunn- an í álfunni. Evrópa og vesturhluti Asiu er bygður af tveimur kynkvíslum eða mannflokkum: Norður- mönnum og Suðurmönnum; Norðurmennirnir ná frá Englandi og austur að Kaspíhafi, og eru ljóshærðir, bjartleitir og rjóðir í andliti og bláeygir; Suðurmenn- irnir ná frá Spánarskaga og austur að Bengal, og eru svarthærðir og slétthærðir, dökkeygir, kringluleitir og hörundsdökkir. Norðurmennirnir (Englar) hafa flutzt yfir til Norður-Ameríku, en Suðurmennirnir (Spánverj- ar og Portúgalar) til Suður-Ameriku, Mið-Ameriku og Mexíkó. pessi flutningur hófst til Norður-Ameríku fyrir rúmum tveim öldum; síðan hefir frumbyggjunum eða Rauðskinnunum (Indíönum) fækkað óðum, en hin- ar aðkomnu þjóðir hafa ekkert breytzt að mun, að minnsta kosti eigi svo, að nokkur líkindi sé til, að þær muni nokkurn tíma verða að annari kynkvísl, og eng- in líkindi eru til, að þær muni nokkurn tíma breytast svo. |>au naut, sem flutt hafa verið til Ameríku, verða aldrei að Ameríkönskum nautum, þau eru og verða Evrópu-naut; enginn Evrópumaður verður nokkurn tíma að svertingja, og svertingi verður aldrei Evrópu-mað- ur. Menn hafa stundum gjörzt stórorðir og þótzt tala af mikilli vizku með því að segja, að hreifing ment- unarinnar gangi öll vestureptir, allir vilji til Ameríku, og hún muni ganga kring um allan hnöttinn; þá ætti líka einhvern tíma að hefjast flutningur manna frá Ameríku og yfir hafið mikla til Asíu. En eins og það

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.