Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 36

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 36
ioo Slavar, Júgríar,1 Tyrkir, Kákasusbúar; 2, skátentir: Móngolar, Kínveijar, Malajar, Suðureyjamenn, Papú- menn, Kordillera-menn frá Oregon suður að Eldland- inu. — Fyrrum var mjög farið eptir andlitishorninu, það er: hve mjög menn væru frammyntir, þannig, að þegar andlitið sést á hlið, þá er dreginlína í gegnum hlustaropið og nefholuna, og svo önnur lína frá nef- holunni eða miðsnesinu upp með enninu; það horn, sem þessar línur mynda, er andlitishornið, og er enn tekið mark á því, þá er menn dæma um fegurð og gáfur. J>ví nær sem það er réttu horni (go°), því meiri eru gáfurnar og því fegra þykir höfuðið; á skátentum mönnum er þetta horn náttúrlega minna, og á dýrum er það mjög hvast. Á Orang Utan (apa) er það 67°, á svertingjum 70° eða meir, á Evrópumönnum 85°; á grískum likneskjum allt að 90°. Stærra horn en þetta er á engum nema vatnshöfðum, sem kölluð eru, alt að ioo°; á vönkuðum mönnum eða fíflum er það ekki 7 5°.2 — Enn er og tekið tillit til heilans, en hann er stærstur hjá hinum mentuðu þjóðum. Hjá Englum er hann 96 teningsþumlungar; á lægstu Ástralíusvert- ingjum 75; á Gorilla-apanum 30, á Orang Utan 28. í kvennfólki er heilinn minni en í karlmönnum. — Að- greiningarmerki mannanna eru enn fremur: andlitið, eptir því hversu menn eru kinnbeinaháir, ennislögunin, bilið milli augnanna, lögunin á nefinu, augnasetningin, stærð eyrnanna o. s. fr. Mjaðmirnar eru með fernu móti: sporöskjumyndaðar á Kákasusmönnum,, fleig- myndaðar á svertingjum, ferhyrndar á Móngolum og kringlóttar á Ameríkumönum. Fæturnir eru enn eitt merki; á Evrópumönnum stendur stóra táin þétt við *) Finnsk þjóð á Volgabökkum, forfeður Ostjaka, Wagúla og líklega Magýara. *) Klöden, 1, 1196.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.