Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 47
III
og við banvænar útgufanir frumskóganna og fenjanna.
Líklega hefir neyðin kent þeim að veiða dýrin í tál-
grafir og einhverjar snörur, og bæta það upp með
brögðum, sem steinfærunum var ábótavant. f>ótt stein-
færin væru ófullkomin og óhönduleg, þá hlutu þeir
að neyta þeirra til að flá og aflima dýrin, til að veiða
með þeim hin minni dýrin, til að fiska í vötnunum, sem
þá hafa mörg hver verið djúp og ströng, og til ann-
ara þarfa lífsins. Smám saman hurfu hin stórvöxnu
spendýr: mammút, nashyrningar, hellisbirnir, hellis-
hýenur, hellistigrar, úruxar o. s. frv., að sumu leyti af
sífeldum árásum mannanna, en að sumu leyti af því
þau fluttust til kaldari landa, eptir því sem hitinn óx
og bægði þeim á burtu. Jökulbreiðan þiðnaði meir og
meir, og urðu nú stór landflæmi eigi einungis auð
að ís, heldur og byggileg. Samt var sunnan og vest-
antil í álfunni nógu kalt til þess að hreindýrin, sem
þegar voru uppi á mammút- öldinni, héldust enn við,
mönnum til viðurværis, þótt varla hafi þau verið tam-
in og notuð á líkan hátt, sem nú tíðkast með Finnum
og Löppum, eins og sumir ætla.
Steinverkfærin frá hreindýra-öldinni eru minni og
vandaðri en frá mammútöldinni; mörg eru og úr beini.
það er auðséð, að mönnunum hefir farið fram, og að
þeir hafa smám saman komizt upp á betri og hag-
kvæmari aðferðir í því, sem þeir lögðu hendur að. Hér
finnast einnig sagir, knífar, sköfur, örvaroddar og skutl-
ar úr tinnusteini, og gengur þetta gegn um afla stein-
öldina og yfir alla jörðina; eru þessi verkfæri mörg
hver allstór, en öll vantar þau hinn vandaða frágang,
þá fágan og þá skurðprýði, sem finnst svo opt á stein-
færunum frá hinu næst eptirkomandi tímabili. Yfir
höfuð eru steinfæri þessa tímabils miður vönduð en
beinfærin frá sama tíma, enda var og hægra að vinna
beinið en steininn. A mörg af þessum beinum hafa