Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 68

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 68
132 landa. Hið tíðkanlega rúnaletur er frá þessu timabili. Kúfiskir1 eða serkneskir peningar finnast margir. J>á voru margir höfðingjar á Norðurlöndum, og kölluðust konungar, eins og á hinum fyrri tímabilum, og kvað allmikið að þeim, þegar þess er gætt, að al- ment lagaleysi og yfirgangur var ríkjandj hjá þessum þjóðum, þar sem hver drap og rænti sem bezt gat, dró hertekið fólk í ánauð og hélt það sem þræla, til að geta sjálfur vaðið yfir allt. Hinum frjálsu mönnum þótti gaman að góðum klæðum2, og er þess stundum getið í sögum, að sá hafði gullhlað um enni, „rauð ermr kom fram undan stakkinum ok digr gullhringr á“, o. s. fr.; enda hefir slíkt skart og fundizt frá þessari öld. J>á voru bygð stór og haffær skip og drekar,. og höfð- ingjar settir dauðir i skip með gulli og gersemum. Vopnin urðu enn fegri en áður ; gullrekin sverð og silfurreknar axir tíðkuðust, og fléttaðir drekar og orm- hnútar voru skraut þessara hluta.3 J>að er óvíst, hvað- an þessi drekahugmynd muni helzt hafa komið til Norðurlanda, en hún varð þar svo almenn og einkenni- leg þessum tíma, að auðséð er, að hún hefir þótt fög- ur, eins og hún líka er. Ormatrúin hefir gengið yfir öll lönd: austan frá Indlandi til Rússlands, Grikklands, Gallíu og Bretlands. Herodotus segir frá ormatrú Nevranna og Búdínanna, og í Litháen er hún enn í dag; á Grikklandi var Python sem Apollón drap; í Gallíu var ormatrú með Drúídunum (Plin. Hist. nat. XXIX, 12) — vér heyrum talað um orma á Bretlandi, bæði í Merlínusspá og í sögunni af Ragnari loðbrók, ') Kúfa var borg mikil við Evfrat. Kúfiskir peningar voru algengir á miðöldunum, og voru úr gulli og silfri, með serknesku letri og stund- um með myndum. 2) Sbr. Worsaae Mammen-Fundet, Aarb. 1869. bls. 203-2l7. 8) Worsaae í Aarböger 1872. bls. 418-424.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.