Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 71

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 71
S m á v e g i s. Bréf frá yfirkennara Birni Gunnlögssyni til Árna biskups Helgasonar, dagsett Reykjavík 24. janúar 1862. Ástar þakkir fyrir þitt elskuríka og mannelskufulla til- skrif, áhrærandi greinina mína í þjóðólfi1. En barnalegt er að segja þér frá, hvaða áhrif bréfið þitt elskulegt gjörði á mig, og vil eg fyrirfram biðja þig að fyrirgefa mér bemskuna, þá er mér varð. Eg fór nefnilega allur á lopt af feginleik (var það drambsemi?), og á lopti er eg enn, því mér var þetta jafnvel kærara, en þó eg hefði hlotið heiðurspening úr gulli frá ein- hverjum kongi, því þetta hrós fékk eg hjá einhverjum hinum merkasta manni landsins, ekki fyrir annara milligöngu, held- ur fyrir hans sjálfs þekking og tilfinning, sem er kærleiks- full til allra manna. J>að er eins og fögnuður samvizkunnar fái djörfung, þegar hann getur eins og hvílt sig við dóm viturs guðsvinar, sem ekki tekur pennann til að skjalla, heldur til að lýsa sannri tilfinningu sinni. Að þú mest gleðst af að heyra fallegt um landsmenn þína, er engin eigingirni, þó gullsmiður Thomsen kallaði föð- urlandskærleikann eigingimi (hvað þó mun mega til sanns vegar færast), því það er eðli kærleikans, líkt og annara nátt- úrukrapta (t. d. ljóssins og hitans), að verka sterkast næst sér. Sagan, sem þú segir mér af mér og einhverjum andleg- um frænda mínum, held eg sé sönn, og kann ske hafi optar en einu sinni sannazt. Mér datt fyrst í hug, að þessi andlegi ') Hér mun átt við grein þá eptir Björn Gunnlögsson: ,,-j-Jón Bjarna- son i J>órormstungu“, sem prentuð er í 14. ári pjóðólfs, 7.—8. tölubl. bls. 26, og kom út 9. jan. 1862.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.