Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 72
frændi minn hafi verið Guðni sálugi í Brattholti; en kennari
Jón f>orkelsson segist hafa heyrt hana fyrir norðan, jafnvel
úr Vatnsdalnum, og hefir þá líklega sá andlegi frændi minn
verið sjálfur Jón f þórormstungu1.
Eg þarf að þakka þér fyrir aðra ritgjörð, sem er jafngöm-
ul minni; það er grafskriptin eptir Dr. Scheving okkar. Eg
ætla ekki að fræða þig neitt um snildina í henni, því eg þyk-
ist vera búinn að fræða þig nóg um samvizkufögnuðinn og
eigíngimina. — Með ástarkveðju minni, konu minnar og
Cecilíu til ykkar hjónanna er eg þinn skuldbundinn.
’) Hér ætlar Dr. Jón þorkelsson, að átt sé við þessa sögu: „Er
Björn Gunnlögsson var á mælingaferðum sinum og kom norður í
Vatnsdal, fylgdist Jón i þórormstungu með honum um Vatnsdalinn,
og voru þeir, eins og við var að búast, í djúpum samræðum um nátt-
úruvísindi eður stjörnufræði; og er þeir fyrir nokkru voru komnir yfir
Vatnsdalsá, segirBjörn Gunnlögsson við Jón: „Hvenær förum við nú
yfir ána?“ Sumir segja, að þeir hafi verið búnir að fara jafnvel 2
eða 3 sinnum yfir ána, en hér er sagan líklega aukin. Svo segja og
sumir, að Jón í þórormstungu hafi sagt, er hann sá, að þeir voru
komnir yfir ána : „Hvenær fórum við yfir ána?“ og hati hann með
þessari spurningu svarað spurning Björns Gunnlögssonar.