Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Side 1

Eimreiðin - 01.01.1896, Side 1
Landsrjettindi íslands og stjórnarbarátta. (Fyrirlestur haldinn í »Juridisk Samfundt í Khöfn 6. nóv. 1895.) Amicus Plato, amicus Socra- tes, sed magis amica veritas. Staða Islands í ríkinu er ákveðin með stöðulögunum 2. jan. 1871. Samkvæmt þessum lögum (1. gr.) er ísland óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sjerstökum landsrjettindum. I 3. gr. er ákveðið, hver málefni sem sjerstakleg islenzk mál sjeu hinu almenna danska löggjafarvaldi óviðkomandi, og þau eru þessi: 1. Hin borgaralegu lög, hegningarlögin og dómgæzlan, er hjer að lýtur; þó verður engin breyting gjörð á stöðu hæstarjettar sem æðsta dómstóls í íslenzkum málum, án þess að hið almenna löggjafarvald rikisins taki þátt í því; 2. lögreglumálefni; 3. kirkju- og kennslumálefni; 4. lækna- og heilbrigðismálefni; 5. sveita- og fátækramálefni; 6. vegir og póstgöngur á Islandi; 7. landbúnaður, íiskiveiðar, verzlun, sigl- ingar og aðrir atvinnuvegir; 8. skattamál beinlinis og óbeinlinis; 9. þjóðeignir, opinberar stofnanir og sjóðir. Oll önnur málefni en þau, sem hjer eru talin, verða því að skoðast sem almenn mál og liggja sem slík undir hið almenna löggjafarvald ríkisins. En í löggjöíinni um hin almennu málefni ríkisins tekur Island engan þátt, á meðan það hefur ekki fulltrúa á ríkisþinginu; en aptur á mót verður þess ekki krafizt, að ísland leggi neitt til hinna almennu þarfa ríkisins á meðan svo er á statt. Hvort Island skuli hafa fulltrúa á ríkisþinginu, verður ekki ákveðið nema með lögum, sem bæði hið almenna löggjafarvald ríkisins og hið sjerstaklega löggjafarvald Islands samþykkir (2. gr.). Með ákvæðum þessara laga er staða íslands í rikinu þannig ákveðin, og með skírskotun til þeirra er stjórnarskáin 5. jan. 1874 1

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.