Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 3
3 úr því, en af umræðunum má sjá, að það var engan veginn af þeirri ástæðu, að ríkisfundurinn vildi svipta Islendinga rjetti þeini til þess að vera með í ráðurn um þessi efni, sem þeim hafði verið heitið í konungsbrjefinu, heldur af því að menn álitu, að í konungs- brjefinu einu lægi full trygging, sem ekki þyrfti frekari staðfestingar við. Þetta sjest líka bezt af því, að ákvæðin um tölu hinna íslenzku fulltrúa á ríkisþinginu, sem stóðu í kosningarlagafrumvarpinu, vóru felld burt, og í stað þeirra sett, að menn áskildu sjer rjett til að setja síðar meir hin nánari ákvæði um, hvernig fulltrúahlutdeild íslands skyldi verða varið. Samkvæmt þessu hafði Island heldur engan fulltrúa á ríkisþinginu. Að stjórnin heldur eigi áleit grundvallarlögin gildandi á Islandi, sýna þær ráðstafanir, sem hún gerði til þess að fá gildi þeirra fært út, svo að það næði einnig til Islands. Hún stefndi nefnilega til þjóðfundar í Reykjavík í júlímánuði 1851 og ljet leggja fyrir hann frumvarp til *laga um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu og ríkisþingskosningar á íslandi« og við þetta frumvarp var grund- vallarlögum Dana hnýtt sem hjáskjali. En þegar það sýndi sig, að skoðanir stjórnarinnar og þjóðfundarins um stöðu Islands að lögum fóru sínar í hvora áttina og konungsfulltrúa var ljóst, að hann gæti ekki fengið fundinn til þess að viðurkenna gildi grund- vallarlaganna á Islandi, eins og til var ætlazt, þá sleit hann fund- inum, svo að úrslitin urðu þar engin. A hinum næstu 20 árum gerði nú stjórnin margar árangurslausar tilraunir til þess að koma sjer saman við alþingi um stjórnarskipun landsins, unz staða þess í ríkinu loks var ákveðin með stöðulögunum 2. jan. 1871, án þess að Islendingar œttu nokkurn þátt í samning þeirra. -— Allar þessar til- raunir til þess að koma nýrri skipun á stjórnarfyrirkomulag Islands sýna, að það var almennl viðurhennt, að gildi grundvallarlaganna næði ékki til íslands. I stöðulögunum er heldur engin ákvörðun, er lýsi því yfir, að grundvallarlögin skuli framvegis gilda á Islandi, enda má og sjá það af því, hvernig löggjöf Islands fór fram hin næstu ár þar á eptir, að menn heldur ekki álitu þau gildandi eptir að stöðulögin komu út. A öllu tímabilinu frá 1849 til 1874 var íslenzk loggjöf í höndum konungsins eins sem einvaldskonungs. A þessu tímabili komu út allmörg íslenzk lög, er að vísu vóru lögð undir ráðgjaf- aratkvæði alþingis, en sem vóru gefin út af konunginum einum, án þess að nokkurt löggefandi þing ætti hlut í þeim. Sjálf stjórnar- 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.