Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 9

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 9
9 Það var líka skoðun stjórnarinnar, að fjármálin ein kæmu ríkisþinginu við, en að öll önnur íslenzk löggjöf væri því óvið- komandi. Jeg skal leyfa mjer að skýra þetta betur með því að taka fram nokkur ummæli ýmsra danskra ráðherra um þetta. I brjefi 18. ág. 1852 (prentað í »Lovsaml. f. Island«) lýsir innan- ríkisráðaneytið því yfir, að hin sjerstaklegu málefni íslands sjeu hinu danská rikisþingi óviðkomandi. I brjefi 27. apríl 1863 lýsir dómsmálaráðaneytið (Dr. Casse) því yfir, að fjárhagsmálið einungis (en ekki stjórnarskipunarmálið) geti komið til umneðu á ríkisþinginu. Þar segir svo (sbr.Tíð. um stjórn- arm. Isl. II, 133, neðanm.): »Þó að fjárhagsmálið sje mjög nátengt hinu íslenzka stjórnarskipunarmáli, þá hefir dómsmálastjórnin álitið rjettast, áður en samið sje frumvarp til stjórnar- skipunarlaga handa íslandi, að heyra álit alþingis um fjárhagsmálið, með því það mdl einungis getur liomið til umrœðu d ríkisþinginu.« Frumvarp það, sem stjórnin lagði fyrir ríkisþingið 1868 var líka að eins um fjárhagsmálið, og í ástæðunum fyrir frumvarpinu tekur stjórnin það fram, »að ríkisþingið eigi heimting á að kynna sjer stjórnarskipunarlög þau, er ísland fái, áður en þau öðlist laga- gildi«, og sýna þau ummæli, að stjórnin hefur eigi álitið, að ríkis- þingið ætti rjett á að heimta, að neitt þess konar væri lagt fyrir það til samþykktar. Við umræðurnar um þetta frumvarp á fólksþinginu, á þing- fundi 24. okt. 1868, farast dómsmálaráðherranum (Nuizhorn) þannig orð, þegar hann er að svara Krabbe, sem hafði fundið að því, að í 2. gr. frumvarpsins væru ekki talin upp annaðhvort öll hin sjer- staklegu málefni eða öll hin almennu málefni: »Þar að auki á upptalning sjerstöku málanna heima í stjómarskrá íslands, sem stjómin ætlar að veita ríkisþinginu færi á að kynna sjer, áður en þetta frum- varp, sem eingöngu snertir fjdrhagsmálið, verður gjört að íögum. — Sama svar liggur til þess, sem þingmaðurinn fann að 3. grein; hann vildi þar bæta inn í nokkru, sem á við í stjómarskrá íslands, en ekki hjer, þar sem frumvarp þetta snertir einungis aðskilnað d fjdrhagsstjórninni, svo að ríkisþingið sleppi þeim um- ráðum á henni, sem það hefir hingað til haft.« A þingfundi 9. des. segir dómsmálaráðherrann meðal annars: »Það er vitaskuld, að það »hið sjerstaklega íslenzka löggjafarvald«, sem hjer er nefnt, hlýtur að vera hið sama og »sjerstaklegt íslenzkt löggjafarvald«, er upp- ástungumennirnir vilja setja d stofn í breytingaratkvæði sínu við 2. grein. Því breytingaratkvæði verð jeg fastlega að mótmæla, ekki að eins fyrir þá sök, að mjér virðist óhagfellt og óforsjálegt, að ríkisþingið fari nú að gjöra uppástungur um stjórnarskipunar-ákvarðanir handa íslandi, meðan málið er á þessu stigi, heldur emnig af því, að jeg álít þessa uppástungu ranga. Jeg get ekki betur sjeð, en

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.