Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 11

Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 11
hjeldu nokkrir mikils megandi þingmenn (einkum Orla Lehmann, og hann studdi Krieger o. fl.) því fram, að með útgáfu grundvallar- laganna hefði hið íslenzka löggjafarvald komizt í hendur ríkis- þingsins, og það ætti því að ákveða, hvort og að hve miklu leyti veita skyldi íslendingum hlutdeild í löggjafarvaldinu að því er snerti hin sjerstaklegu málefni landsins. Fyrir þessari skoðun var barizt af svo miklu kappi á landsþinginu, að stjórnin var kiíguð til að láta undan síga. Frumvarp landsþingsnefndarinnar var þó aldrei samþykkt með fullnaðaratkvæði; en eptir að Krieger var orðinn dómsmálaráðherra, lagði hann 5. okt. 1870 fyrir fólks- þingið frúmvarp, sem fór í sömu áttina, og það frumvarp var samþykkt af ríkisþinginu og staðfest sem lög 2. jan. 1871 (0: stöðulögin). En þótt nú Krieger legði frumvarpið fyrir í þessari rnynd, þá virðist þó nokkurn veginn mega ráða það af ræðurn hans á ríkisþinginu, að hann viðurkenni, að þessi aðferð sje í rauninni mjög svo óregluleg, því hann segir, eins og fyrirrennarar hans, að í rauninni komi hin sjerstaklegu málefni Islands ríkisþinginu ekkert við. En hann álítur þessa aðferð nauðsynlega sem neyðarúrræði til þess að komast úr því ástandi, sem orðið væri því nær óþol- andi. A þingfundi fólksþingsins 11. nóv. kemst hann þannig að orði: »Aðaltilgangurinn með að bera upp frumvarp þetta er í tvöfalda stefnu: fyrst að því leyti, er ríkisþingið snertir, þá er það sjálfsagt þetta, að maður vill koma breytingu á þá óhepprfegu stöðu, eða ógöngur, sem ríkisþingið er komið í, þar sem hjer verður að ræða um fjárveitingar til að koma fram lögum og ákvörðunum, sem ekki heyra undir úrskurð rikisþingsins; en að því leyti, er ís- land snertir, þá er, eins og nærri má geta, tilgangurinn sá, að ná undirstöðu, sem byggt verði á nýtt og betra skipulag, að komast út úr þessu ósæla ringli, sem nú ræður þar upp frá . . . . jeg er sannfærður um, að samþykkt þessa lagafrumvarps er hið nauðsynlega skilyrði fyrir því, að orðið geti nokkur hin minnsta framför í ástandinu á íslandi.« Hann segir enn fremur: »Jeg lofa ekki þinginu, að lagaffumvarpi þessu muni verða tekið með miklu þakklæti; jeg heimta ekki, að íslendingar blessi mig fyrir það; jeg er jafnvel undir það búinn, að þeir smábölvi mjer; en þetta þurfum vjer ekki að láta á oss festa.« Þessi ummæli benda óneitanlega á, að ráðherrann með sjálfum sjer viðurkenni, að í rauninni sje það ekki fullkomlega rjett gagn- vart íslendingum, að láta ríkisþingið ræða og samþykkja lagaákvæði, sem einungis heyrðu undir hið sjerstaka löggjafarvald Islands. Þetta styrkist enn frekar við ummæli hans á landsþingsfundi 17. nóv., þar sem hann meðal annars kemst svo að orði:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.