Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 11
hjeldu nokkrir mikils megandi þingmenn (einkum Orla Lehmann,
og hann studdi Krieger o. fl.) því fram, að með útgáfu grundvallar-
laganna hefði hið íslenzka löggjafarvald komizt í hendur ríkis-
þingsins, og það ætti því að ákveða, hvort og að hve miklu leyti
veita skyldi íslendingum hlutdeild í löggjafarvaldinu að því er
snerti hin sjerstaklegu málefni landsins. Fyrir þessari skoðun var
barizt af svo miklu kappi á landsþinginu, að stjórnin var kiíguð
til að láta undan síga. Frumvarp landsþingsnefndarinnar var þó
aldrei samþykkt með fullnaðaratkvæði; en eptir að Krieger var
orðinn dómsmálaráðherra, lagði hann 5. okt. 1870 fyrir fólks-
þingið frúmvarp, sem fór í sömu áttina, og það frumvarp var
samþykkt af ríkisþinginu og staðfest sem lög 2. jan. 1871 (0:
stöðulögin).
En þótt nú Krieger legði frumvarpið fyrir í þessari rnynd,
þá virðist þó nokkurn veginn mega ráða það af ræðurn hans á
ríkisþinginu, að hann viðurkenni, að þessi aðferð sje í rauninni
mjög svo óregluleg, því hann segir, eins og fyrirrennarar hans, að
í rauninni komi hin sjerstaklegu málefni Islands ríkisþinginu ekkert
við. En hann álítur þessa aðferð nauðsynlega sem neyðarúrræði
til þess að komast úr því ástandi, sem orðið væri því nær óþol-
andi. A þingfundi fólksþingsins 11. nóv. kemst hann þannig að orði:
»Aðaltilgangurinn með að bera upp frumvarp þetta er í tvöfalda stefnu:
fyrst að því leyti, er ríkisþingið snertir, þá er það sjálfsagt þetta, að maður vill
koma breytingu á þá óhepprfegu stöðu, eða ógöngur, sem ríkisþingið er komið
í, þar sem hjer verður að ræða um fjárveitingar til að koma fram lögum og
ákvörðunum, sem ekki heyra undir úrskurð rikisþingsins; en að því leyti, er ís-
land snertir, þá er, eins og nærri má geta, tilgangurinn sá, að ná undirstöðu,
sem byggt verði á nýtt og betra skipulag, að komast út úr þessu ósæla ringli,
sem nú ræður þar upp frá . . . . jeg er sannfærður um, að samþykkt þessa
lagafrumvarps er hið nauðsynlega skilyrði fyrir því, að orðið geti nokkur hin
minnsta framför í ástandinu á íslandi.«
Hann segir enn fremur:
»Jeg lofa ekki þinginu, að lagaffumvarpi þessu muni verða tekið með miklu
þakklæti; jeg heimta ekki, að íslendingar blessi mig fyrir það; jeg er jafnvel
undir það búinn, að þeir smábölvi mjer; en þetta þurfum vjer ekki að láta á
oss festa.«
Þessi ummæli benda óneitanlega á, að ráðherrann með sjálfum
sjer viðurkenni, að í rauninni sje það ekki fullkomlega rjett gagn-
vart íslendingum, að láta ríkisþingið ræða og samþykkja lagaákvæði,
sem einungis heyrðu undir hið sjerstaka löggjafarvald Islands. Þetta
styrkist enn frekar við ummæli hans á landsþingsfundi 17. nóv.,
þar sem hann meðal annars kemst svo að orði: