Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 13

Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 13
13 Árið 1873 samþykkti alþingi frumvarp til stjórnarskipunarlaga, er meðal annars hafði inni að halda þau ákvæði, að konungur skyldi skipa jarl á Islandi, er búsettur væri í landinu sjálfu, og fela honum hina æðstu stjórn hinna sjerstöku mála Islands, en jarlinn skyldi aptur skipa ráðherra til að frarnkvæma vald hans, er hefðu ábyrgð á gjörðum sínum fyrir alþingi. En jafnframt sendi alþingi konungi bænarskrá og bað hann í henni: 1. fyrst og fremst: að veita frumvarpi þessu lagagildi sem allra- fyrst og ekki seinna en einhvern tírna á árinu 1874. 2. til vara: að ef konungur ekki staðfesti stjórnarskrá þessa, eins og hún lægi fyrir, þá gefi hann Islandi á ári komanda stjórnarskrá, er væri löguð eptir frumvarpi alþingis sem framast mœtti verða. Alþingi skaut þannig málinu að nokkru leyti til úrskurðar konungs, en þó með þeim shildaga, að ef svo rjeðist, þá skyldi endurskoðuð stjórnarskrá lögð fyrir hið fjórða þing, sem haldið yrði eptir að stjórnarskráin öðlaðist gildi. Þessa skildaga hefur hinum dönsku prófessórum ætíð gleymzt að geta í bókum sínum, þegar þeir eru að skýra frá því, að alþingi hafi skotið málinu til úrskurðar konungs. Samkvæmt þessu gaf konungur 5. jan. 1874 stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Islands, sem öðlaðist gildi 1. ág. s. á. Þessi stjórnarskrá er i öllu verulegu sniðin eptir grundvallar- lögunum 28. júlí 1866, og alþingi eru að mestu leyti veitt öll hin sömu rjettindi sem ríkisþinginu. Þó er munurinn — auk þeirra breytinga, sem vóru nauðsynlegar sökurn staðhátta landsins — töluvert mikill. Kemur það einkum fram í ákvæðunum um fram- kvæmdarvaldið eða stjórnina og stöðu hennar gagnvart alþingi. Konungur lætur ráðgjafann fyrir ísland framkvæma vald sitt, en hann ber gagnvart alþingi einungis ábyrgð á því, að stjórnar- skránni sje fylgt (en þar á mót ekki eins og danskir ráðgjafar á hverri stjórnarathöfn). I málum þeim, er alþingi höfðar á hendur ráðgjafanum, dæmir hæstirjettur. Hið æðsta vald á íslandi iiinan- lands er á ábyrgð ráðgjafans falið landshöfðingja, er konungur skipar. Konungur ákvarðar og verksvið landshöfðingjans, og skal hann semja við alþingi fyrir hönd stjórnarinnar. Finni alþingi ástæðu til að bera sig upp undan því, hvernig landshöfðingi beitir valdi því, sem honum er á hendur falið, ákvarðar konungur, er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.