Eimreiðin - 01.01.1896, Page 15
15
teknar fram í »Konunglegri auglýsing til íslendinga« 2. nóv. 1885.
Þar segir svo:
»Ef æðsta stjórn íslands yrði, eins og ákveðið er í hinu samþykkta frum-
varpi, fengin í hendur ábvrgðarfausum landstjóra, skipuðum af Oss óg með að-
setur í landinu sjálfu, er skyldi hafa vald til að ráða þeim málum til lykta í
umboði Voru, er konunglegs samþykkis þurfa, — með þeim einum undantekn-
ingum, að hann gæti eigi staðfest breytingar á stjórnarskipunarlögunum, eigi
náðað menn nje veitt almenna uppgjöf á sökum — og sem skyldi taka sjer rá'ð-
gjafa og láta þá framkvæma vald sitt og hafa ábyrgð á stjórnarstörfunum fyrir
alþingi, þá myndi ísland með þessu móti, eins og Vjer þegar áður höfum tekið
fram í auglýsing Vorri til alþingis 23. maí 1873, er urn líka uppástungu frá al-
þingi var ao ræða, í raun og veru verða leyst úr öllu sambandi við rikið, þar
sem æðsta stjórn þess þá yrði falin á hendur stjórnarvaldi í landinu sjálfu, er
óhdð vœri baði liinni annari stjórn Vorri og eins rikisrdði Voru. En slíkt týrir-
komulag mundi Jara i bdga við hina gildanai stjórnarskipun rikisins, og gœti eigi
samrýmzt stöðu islands að lögum sem óaðskiljanlegs hluta Danaveldis, er gjörir það
að verkum, að æðsta stjórn hinna íslenzku mála sem og allra mála ríkisins til
samans verður að vera í höfuðstað Vorum, eins og líka er gengið út ffá í lög-
unum 2. jan. 1871, 6. gr.«
Þetta er allt og sumt sem stjórnin hefur fram að færa sem
ástæður fyrir neitun sinni. En þessar ástæður telja Islendingar
nokkurn veginn einskisverðar, og skoða þær fremur sem yfirskyns-
vífilengjur en sem sannar ástæður. Stjórnin virðist allt af gleyma
því, að hjer er einungis að ræða um skipulag hinna sjerstöku mála
Islands.
Látum okkur nú skoða þessar ástæður, sem skipta virðist
mega í fernt.
1. Þetta skipulag á að leiða til þess, að Island verði úeystúr
öliu sambandi við ríkið«. Hvernig geta menn nú sagt slíkt, þegar
öll hin almennu málefni landsins eptir sem áður liggja undir hið
almenna löggjafarvald ríkisins, ríkisþingið og stjórnina i sarnein-
ingu, og þegar engar breytingar verða gerðar á stjórnarskrá ís-
lands, nema þær nái staðfesting konungsins sjdlfs? Er þetta tvennt
ekki nægileg trygging fyrir því, að Island geti ekki orðið leyst úr
sambandi við ríkið? Það skyldu menn halda.
2. Þetta skipulag á enn fremur að »fara í bága við hina gild-
andi stjórnarskipun ríkisins«. Hjer getur ekki verið átt við annað
en grundvallarlögin; en þar sem grundvallarlögin, eins og jeg hefi
þegar tekið fram, gilda ekki á Islandi, þá getur skipun hinna sjer-
stöku mála Islands, hvernig sem henni væri fyrir komið, aldrei
komið í bága við grundvallarlögin, því hin sjerstöku mál íslands
og grundvallarlögin eiga ekki agnar ögn saman að sælda.
3. Þá á þetta skipulag »eigi að geta samrýmzt stöðu íslands
að lögum sem óaðskiljanlegs hluta Danaveldis«. Stjórnin gleymir