Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 23

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 23
Háskólakennslan er engan veginn einskoröuð við prófnám, þannig að allir fyrirlestrar og öll leiðbeining bendi til þess eins, að læra svo og svo mikið í hverri vísindagrein og eptir þeim föstu reglum, er þarf til þess að geta aflað sjer prófs eða innsiglis til ýmsra vissra starfa í ríkisins þjónustu. Henni er miklu fremur þannig varið, að hún leitast við að opna heim visindanna fyrir æskumanninum og skýra honum nokkrar af gátum lífsins, og það opt og tiðum á þann hátt, að hver skynberandi maður, jafnvel þótt ólærður sje, getur haft þess full not. Það eru eigi stúdentar einir, er mæta i kennslustofunum og hlýða á fyrirlestrana, heldur setjast þar á bekk menn og konur af ýmsum stjettum og á ýmsum aldri, er hafa hug á þvi að auðga anda sinn. Hjer eru vísindin, þessir andlegu fjársjóðir og sameiginleg eign alls mannkynsins, öllum aðgengileg eins og vera ber. Hjer skiptir engu, hverrar stjettar maðurinn er, hverrar trúar, hverrar þjóðar eða hverri pólitiskri sann- færingu hann tilheyrir, öllum er andinn gefinn og andans fæða er þvi heimil öllum þeirn, er hana girnast. Eins og áður er getið, er það þvi alltítt, að nienn og konur af ýmsum stjettum setjist á skólabekkinn til að leita sjer andlegrar hressingar eptir líkamlegt strit og tilbreytingalausa vinnu. Háskólinn i Kaupmannahöfn er i því efni frábrugðinn ýmsum öðrum háskólum veraldarinnar, að hann heimilar öllum kauplaust aðgang að fyrirlestrunum og leitast við á þann hátt að ná því, sem í sannleika á að vera aðalmark og mið allra menningarstofnana: að veita allri þjóðinni hlutdeild í þeim andans gæðurn, er mannkynið á i fórum sinum. fað má telja það sem mikið hnoss fyrir hina dönsku þjóð, að hún á svo hægan aðgang að þeirri þekkingu, sem viða annars staðar i heiminum er rigbundin við visst endurgjald og vissan flokk manna, er liggur á henni eins og ormur á gulli og geymir sem fólgna fjársjóðu. Þeirri skoðun hefur sjezt bregða fyrir, að Kaupmannahafnarháskóli eigi standi framarlega i fylkingunni, er um vísindi er að ræða. fótt nú svo megi að orði kveða, að hann eigi standi jafnfætis hinum stærstu og beztu háskólum heimsins, þá er hitt engu siður vist, að hann með heiðri og sóma keppir eptir að ná takmarki sinu sem menningarstofnun og skipar æðra bekk meðal vísindastofnana heimsins. Allmargir af mönnum þeirn, er hafa haft og hafa þar kennslustörf á hendi, eru mikils metnir viðsvegar um lönd sem vísindamenn, og allmargir eru þeir rnenn þar kennarar nú sem stendur, er hverjum háskóla væri sómi að. Vil jeg til dæmis nefna þá efuafræðinginn Júlíus Thomsen, málfræð- inginn Vilhelm Thomsen og Wimmer rúnameistara, er hver um sig hafa getið sjer góðan orðstír i heimi visindanna. Af hinum yngri kennurum eru ýmsir, sem með atorku og dugnaði erja markteiga visindanna og eru liklegir til að fá miklu afkastað. iMeð þvi að Kaupmannahöfn, eins og áður er sagt, liggur svo vel við i öllum greinum, og með þvi að hún stöðugt stendur í sambandi við aðalstöðvar heimsmenningarinnar — Berlin, Wien, Paris, London, — þá ná allar þær hreyfingar í vísindum, skáldskap og fögrum listum, er vakna til lifs i stórbæjum þessum, þangað innan skamms. Engin ákveðin stefna nær að festa þar svo rætur, að eigi verði hún áður langt um liður að vikja úr sæti fyrir annari nýrri, er mönnum nú gezt betur að. fetta er eitt af þvi, sem máske framar öllu öðru einkennir stórbæina. fað er eins og allt sje þar á ringulreið, á fleygiferð; menn hraða sjer

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.