Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Side 26

Eimreiðin - 01.01.1896, Side 26
2 6 stórbæjarlífið. Gegn glaumnum og gleðinni rís andinn i gervi vísind- anna, skáldskaparins og listanna, laðar æskulýðinn að sjer, hitar honum um hjartaræturnar, hefur hann upp, sýnir honum öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð og birtir honurn ofurlítið af leyndardómi lifsins. Menn- ing sú, er stórbæirnir gefa kost á, vegur ríflega upp á móti öllu því illa, er i þeim kann að leynast. IV. Eitt orð er það i máli Dana, er optast leikur á vörum þeirra, en það er orðið »pólitík«. Dani má telja með skrafhreyfnari þjóðum, og kunna þeir um margt að spjalla, en þegar pólitikina ber á góma eða einhver þau atriði, er að henni lúta, þá tekst þeim fyrst verulega upp. A strætum og gatnamótum bæjarins, í heimahúsum, í gestaboðum, á gildaskálum og þingsamkomum kveður við án afláts orðið »pólitik« og »pólitískir flokkar«. Blöðin berja það inn i menn dags daglega, svo hvað fegnir sem menn vildu, þá er ómögulegt að gleyma þvi eða leiða það hjá sjer. Pau læða því ofan i mann með morgunkaffinu undir eins og maður er búinn að ljúka upp augunum, og kvöldblöðin bera það jafnótrautt á borð fyrir mann á kvöldin með síðasta matarbitanum. Pað ómar fyrir eyrum sí og æ eins og eitthvert dularfullt örlagaorð. Svo má að orði kveða, að jafnmargir pólitískir flokkar sjeu i Höfn, eins og stjettir manna eru margar. far eru hagrimenn. Þeim flokkinum fylgja allir æðri embættismenn og flestir stórborgarar. Peir vilja helzt láta allt sitja í sömu röð og reglu í þjóðfjelaginu, eins og áður hefur verið, og vilja fara hægt í sakirnar. Peir þykjast una vel hag sinum og kveða fæstar breytingar til batnaðar. Pegar urn byltingar eða breyt- ingar i einhverja átt er að ræða, standa þeir þjett fyrir eins og öruggur múrveggur, þvi flokkur þeirra er öflugur af samheldni og góðum heraga. fá eru vinstrimenn. Þann flokk skipa einkum menn af hinni yngri kynslóð, er notið hafa góðrar menntunar og standa óháðir, og fylgja þeim að vigi flestir minni sjálfseignarbændur i Danmörku. Bessi flokkur virðist mjer fela í sjer einna mesta menntun og bezta hæfileika, en ótemlyndið hefur opt orðið honum að fótakefli, einkum eptir fráfall Bergs, foringja hans, og er flokkurinn alltaf öðru hvoru að liðast sundur og dragast sarnan á ný. Pó munu allir, er þessum flokki fylgja, hafa frjálslegar skoðanir, og berjast þeir ötullega fyrir umbótum i ýmsum greinum. Það var þessi flokkur, er fyrir nokkrum árarn siðan háði snarpasta orrustuna móti Estrúp ráðaneytisforseta. Þriðji flokkurinn er hófsmennirnir, er sumir kalla »ruglinga«. Eeir leitast við að synda milli skers og báru, en gætir litið. Loks eru jafnrjettismenn (sócialistar). Sá flokkur er illvítugur og harðsnúinn og fylgja honum hinar lægri stjettir, iðnaðarmenn, tómthúsmenn og verkamenn i þjettri bendu undir forustu nokkurra byltingageðjaðra manna, er hafa' aflað sjer talsverðrar mennt- unar. Eessir forustusauðir flytja nýjan fagnaðarboðskap um velsæld og jafnrjetti og vilja bylta öllu úr skorðum, og fylgir bendan þeim að málum með æsingi og hefur þá i blindni fyrir átrúnaðargoð. Flokkur þessi eflist og magnast dag frá degi og er eigi laust við að hinum flokkunum standi töluverður stuggur af honum og kviði þeim komanda

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.