Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 28

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 28
28 Þess vegna skal skorað á alla ærlega menn og góða borgara að gefa hægrimönnum atkvæði sitt. Kjósið hægrimann, kjósið hægrimann! Og hinir flokkarnir gefa ekki hót eptir. Pau fúkyrði eru ekki til á danskri tungu, er eigi pyki of góð, er lýsa skal »hægrirótunum« og málefni þeirra. Hinir skarpvitrustu rneðal byltingamanna leggjast svo djúpt sem unnt er til að mynda ný orð, er sjeu sem illkvittnust og eitruðust. Þeir hlaða saman skömmunum þangað til lesendunum finnst eins og fúll saurinn drjúpi af hverri setningu. Og allir klykkja þeir út með grimmdar- og ófarnaðaróskum yfir hægrimönnum, en glymjandi hallelújahrópi fyrir ofstækinu. Niður með hægrimenn! Niður með stjórnina! Lifi jafnrjettið! — Þegar fram á daginn líður, smáfyllast strætin af fólki. En það er fljótt auðsjeð á öllu, að enginn hversdagsbragur er á því, heldur einhver annarlegur blær. Menn safnast i smáhópa til og frá og ræða mál sín með ákefð. Yfir strætum blakta fánar, er á stendur áskorun um að kjósa þennan eða þennan, og strákhnokkar hlaupa fram og aptur og stinga prentuðum miða að vegfarendum, og stendur þar sama áskorunin. Um hádegisbilið hefst bardaginn. Til kosninganna eru valdir þeir staðir í borginni, er mest húsrými er, og tjáir þó eigi. Aragrúi þyrpist að úr öllum áttum og af öllum stjettum, hver vagninn á fætur öðrum rennur fyrir dyr kjörstaðarins hlaðinn fólki. Pröngin er gífurleg, og er þeim einum hentast að taka þátt í ósköpunum, er hraustir eru, vel kunna að þola hrindingar og olbogaskot og eigi kynoka sjer við að gjalda aptur i sömu mynt. Peir, er i kjöri eru, stíga fram og flytja erindi sín, en þar má segja, að »ekki heyrist hundsins mál fyrir helvízkum prestinum«, því kjósendur eru óróir, hrópa og kalla, skammast og atyrðast og grípa tiðum fram í fyrir ræðumanni. Margir gárungar eru þar saman komnir, er henda gaman að öllu draslinu og láta fjúka fyndni og háðglósur, en þúsundfaldur hlátur glymur við i hvert skipti. Oðru hvoru bregða menn sjer á næstu grös til að fá sjer hjartastyrkingu, og má optast marka það á ærslunum og látunum, þvi hávaðinn eykst að mun við hverja bjór- könnu. Um fram allt er kjördagurinn dýrðardagur fyrir ölskenkjara. 011 öldurhús fyllast, og hvar sem hægt er höndum undir að koma, er slegið upp tjöldum eða timburhreysum, þvi svo gjörast menn nú þyrstir, að sjálf öldurhúsin taka eigi lengur við. Pað er eins og eitt alsherjar- lögmál hafi verið brýnt fyrir mönnum þennan dag, og. það er þetta: »Pú skalt drekka!« Og það skilur á milli þess og annarra boðorða, að það er hjer um bil einasta boðorðið í allri veröldunni, sem rækilega er uppfyllt. Ef útlit er til þess, að kjörgarpur sá verði ofan á, er kjósandi er sammála, þá staupar hann sig af ánægju, en virðist svo, sem hann muni bera lægra hlut, þá hvolfir hann í sig af vonzku. A strætunum er nú allt i uppnámi. Menn þjóta fram og aptur, drukknir og ódrukknir, veifa höttunum, syngja, æpa og skammast. Aðalstraumarnir renna að stöðvum dagblaðanna, þvi þar er auglýsingum um úrslit kosninganna stungið út í gluggana jafnótt og fregnirnar ber að. Frjettaþræðirnir eru á sífeldum titringi um allt land og tilkynna í einu vetfangi úrslitin úr hinum yztu kjördæmum. Menn standa í einum hnapp sem þjettast má verða fyrir framan gluggana, svo eigi verður nema með mestu herkjum komizt um strætin, og liggur jafnvel við

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.