Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 31

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 31
Sigrún. Sigrún vo tólf merkur og sjö lóð þegar hún fæddist. Náttúran gaf henni lífsþrána að tannfje og vonina að heimanfylgju. Þær áttu að leiða hana milli sín yfir krappa móinn, sem liggur milli vöggu og grafar, forða henni föllum og sjá um, að hún lenti ekki í ógöngum. Auk þess fjekk hún að erfðum fjalþunnan skötubarðavöxt •— eins og hún hefði verið sett í mörklemmu í öndverðu — og ís- gráan yfirlit, eins og dauðinn hefði hellt yfir hana krapi í skírnar- sánum. Þetta var. aleiga hennar, þegar hún hóf göngu sína frarn á lífsleiðina. Sigrún bar mjög gott traust til framtíðarinnar. Það var hennar sterka hlið: að vona. Hún sá jafnan vonar-gull og hamingju-perlur í svuntuskauti framtíðarinnar, sem hún bjóst við að geta hand- samað, áður en sól hins líðandi árs gengi í vistina hjá nýjárinu. Þó varð ávallt sú reyndin á, að Sigrún gekk jafnsnauð til hvílu á gaml’árskveld, eins og hún hafði risið úr rekkju nýjársdaginn næsta á undan. Hún hafði einungis lífsreynsluna upp úr krapstr- inum. Sigrún var líka ein í flokki þeirra mannkinda, sem jafnóðum naga af sjer neglurnar, er þær leitast við að beygja fyrir góminn. Sá, sem ætlar sjer að bera nokkuð verulegt úr býtum hjá framtíð- inni, verður að vera ákaflega fingralangur; hafa nálhvassar rándýrs- klær á hverjum fingri og öfluga vöðva, til þess að beita klónum. Hann þarf að eiga hvassar vígtennur í skolti. Hann má engu færi sleppa; hann má ekki vægja fyrir neinum. Hann verður að vera einfeldnislegur á svip, eins og lóa, slægur í hugsun, eins og refur, öruggur til áræðis, eins og fálki, en tilfinningarlaus, eins og hákarl. Allar þessar gáfur vantaði Sigrúnu, nema einfeldnina í yfirbragðið. Hún sá gullið glitra í námunda, fann perlurnar strjúkast við gómana, en hún náði engri einustu perlu, engu ein- asta gullkorni. Svo nagaði hún neglurnar enn þá lengra en áður, þangað til dreyrði úr kvikunni. Sigrún vann og eltist, og eltist og vann. Árin liðu, og hún kastaði öllum hinum súru endurminningum á bak sjer, en hafði augun stöðugt á framtíðinni og fjársjóðum hennar. Og svona teygðist lífsþráður Sigrúnar fram úr kembulopa til- verunnar, ýmist með hólum eða bláþráðum, hnökrum og snurðum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.