Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 36
3*5
og meira en alin á lengd. Þegar allir höfðu innt pantana af hönd-
um, spurði sá, sem á stólnum sat, hvaða þraut sá skyldi vinna,
sem ætti þann hlut, sem hann hafði í það skiptið í lófa sínum,
og var annar maður valinn, til þess að leysa úr spurningunum.
Þrautirnar voru margs konar: einn skyldi telja allar stjörnur him-
insins, annar »falla í brunn«, þriðji kyssa fimmtíu kossa o. s. frv.
Þegar sokkabandið krossofna kom upp, dærndi dómarinn, að
ef piltur ætti hlutinn, skyldi hann »flá kött«; en ef stúlka ætti, þá
skyldi hún dansa fimm mínútur við Jónka á Barði. Að svo mæltu
gengu þau fram á sviðið. Jónki sveiflaði Sigrúnu einn hringinn
af öðrum; en strákur einn þar úr grendinni þreif garmslitna harm-
oniku og gargaði lagleysu undir. Að því búnu var fundinum slitið,
enda var þá liðið að miðnætti.
Svo tók fólkið að tygja sig til farar. Stúlkurnar bundu saman
böggla sína, smeygðu sjer í leistana og bundu á sig sjölin, strútana
og styttuböndin. Piltarnir smeygðu sjer í yfirhafnirnar, stungu
bögglum stúlknanna í töskurnar og spenntu þær á sig. Að því
búnu tóku þeir sína kvennhönd í hvorn lófa, — en sumir höfðu
aðra höndina lausa.
Tvenningarnar og þrenningarnar vöguðu frá þinghúsinu út
undir úlpubarm næturinnar. Þó varð Sigrún ein; það var eins
og enginn ætti samleið með henni, enda var hún ein frá heimil-
inu, sem hún var frá.
»
»Dag skal að kveldi lofa«.
Kring um dagsetrið gerði hafrænu-snúning með fjúki og fölg-
vaði nokkuð. Um það bil, sem dansfólkið hjelt heimleiðis, skipti
um áttir. Þá fór að ljerta undir í suðvestrinu; og eptir litla stund
var hríðarbelgurinn fokinn norður og niður í hafsauga og komið
glaða tunglsljós.
Og framan dalinn kom snerpings frostkaldi, opinmynntur og
tannhvass. Hann fór fyrst hægt, en smám saman tók hann að
drýgja skriðinn. Hann renndi sjer fótskriðu í fölinu á ísunum,
sópaði ofan af þúfnakollunum og greip i svunturnar kvennfólksins
og fleygði þeim yfir um mittið. Skýhnoðrar birtust yfir fjöllunum
í vestrinu, eins og hann ætlaði að hvessa fyrir alvöru á vestan.
Utsýnið í dalnum var heldur hrikalegt þessa nótt. Dalurinn
var að eðlisfari djúpur og þröngur, með himingnæfandi fjöllum
beggja megin. Brúnir þeirra og hlíðar voru allar jetnar sundur af