Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 37

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 37
37 þverám og lækjum, sem sprikluðu þar ár og síð og alla daga og klóruðu sig niður í urðina æ dýpra og dýpra. Nú var hann sveip- aður mjallhvítri fannblæjunni. Jötunvaxnir skuggar teygðust niður' undan hamrastrýtunum, en á milli þeirra lágu geislatungurnar, þar sem tunglið skein í gegn um skörðin. Það var nú gengið ávestur- hvel himinsins og tekið að lækka gönguna. Eystri hlíðar dalsins voru í óslitnu geislaflóði, og stirndi þar í alla snæbreiðuna eins og sjóðandi járnmilti, sem borið er frá smiðjuafli. Það fór hrollur um Sigrúnu, þar sem hún staulaðist ein leiðar sinnar móti storminum — alein, að undanteknum skugganum sínum, sem fylgdi henni eins og tryggur hundur. Það fór líkam- legur hrollur um hana af storminum, og svo stóð henni geigur af skuggunum, sem hún hlaut að fara þvert í gegn um. Leið hennar lá eptir hallfleyttum rótum fjallshliðarinnar, og rak hún sig á marga glerhála svellbunka, sem leyndust undir fölinu og kipptu undan henni fótum. Hugsanirnar voru sundurlausar og á reiki — eins og í þoku, og fóru ýmist rjettsælis eða rangsælis. Þó hvörfluðu þær að lokum að þinghúsinu. Það var fullt af fólki og allt á fljúgandi ferðinni. Hreppstjóradæturnar voru í miðið og allir snerust í kring um þær. Hún gat ekki horft á þetta. Svo hvarflaði hugurinn út og skyggndist um. Hvar sem hún leit, sá hún hylla undir hópana á melunum, í móunum, á ísunum, alls .staðar. Henni fannst vegur kynsystra sinna liggja fram á grænar grundir, en sinn eiginn inn á milli hárra hamra, í þoku- myrkur. Nú sá hún ekki lengur gull eða perlur í skauti framtíð- arinnar; henni fannst sjer vera ofaukið alls staðar og hvergi eiga heima. Hún gat ekki skilið, hvers vegna forsjónin skipti svona misjafnt. Nú var hún búin að ganga sundur skó og sokka vonarinnar og ekki örmull eptir. Fyrir fótum hennar lá hyldjúp sprunga vonleysis og örvæntingar, sem hún sá fyrir hvorugan endann á,. og sem hún treysti sjer með engu móti til að hlaupa yfir. Og upp úr þessari biksvörtu sprungu stigu fyrir sjónir hennar hræði- legar ófreskjur, sem ógnuðu henni eins og djöflar deyjandi glæpa- manni með óráði, sem þykist sjá niður í hið neðsta afgrunn hinna fordæmdu. Sigrún hafði búið sig ljett og lítið um morguninn. Hún hafði ekkert borðað allan daginn, sopið einungis einn bolla af

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.