Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 40

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 40
4o líktust mjög pöddum (froskar og skyld dýr). Að ytra útliti vóru þessi dýr mjög margvísleg, sum svipuð krókódílum að stærð og vaxtarlagi eða enn þá klunnalegri, en önnur mjóslegin og löng eins og höggormar. Pað er mjög líklegt, að brynhöfðarnir sjeu náskyldir þeim dýrum, sem bæði pöddur og skriðkvikindi hafa æxlazt útaf, og það er yfirhöfuð að tala ekki óalgengt, að finna hjá sama forndýrinu einkenni, sem miklu seinna í jarðsögunni er eins og skipt niður á vel aðgreinda dýraflokka. Verður þetta mjög til þess að mæla fram með »evólúzjónar«kenning- unni; forndýrin, er eiga svo mjög sammerkt aðgreindum dýraflokkum, eru forfeður þeirra (eða náskyld forfeðrum þeirra), en þessvegna renna dýraflokkarnir ekki saman nú á dögum, að milliliðirnir hafa dáið út. Dýralífið í sjónum hefur verið mjög fjölskrúðugt og einnig svipólíkt þvi, sem nú er, t. a. m. engir beinfiskar (dæmi upp á beinfiska: þorskar, laxar, síld). Oæðra dýralífið var yfirleitt svipaðra því, sem nú er, en hin æðri dýrin, og sýna það t. a. m. ýms skorkvikindi, er leifar hafa fundizt af; þó hefur aldrei orðið vart við nein dýr svipuð fiðrildum, flugum eða öðrurn þeim skorkvikindum, er lifa á hunangi, og mun það standa i sambandi við það, að á þessu timabili vóru ekki til blómjurtir, en úr blómunum hafa skorkvikindin hunangið. Elztu jarðmyndanir frá kolatímabilinu eru kalksteinslög, og eru í þeim leifar af sjávardýrum. Kalksteinslögin hafa myndazt i alldjúpu hafi; en hafið fór smámsaman grynnkandi, landið óx íengra og lengra út i sjóinn, og út á kalkbotninn skolaði nú leir og sandi og grófust í þessum lögum aðrar tegundir af sjávardýrum en i kalkinu. Ofan á leir- og sand- lögunum eru lög af malargrjóti, og bera þau vott um, að landið hjelt áfram að risa úr sæ, því að mölin getur aldrei komizt langt niður fyrir fjöruborðið. Loks var hinn forni sjávarbotn orðinn að þuru landi, raunar ekki i orðsins fyllstu merkingu, því að mýrlendur var hann mjög og auðugur af stöðuvötnum. Nú fór jurtagróðurinn smátt og smátt að setjast að og uxu þar upp stórir og þjettir frumskógar. Harla skritið umhorfs mun hafa verið i þeim skógum. Allt var kyrt og hljótt; enginn fugl söng þar, engin fluga suðaði þar og ekkert spendýr hljóp þar um, en nauðaljótir, risavaxnir brynhöfðar skreiddust hjer og hvar innan um trjen. Alla litprýði vantaði, trjen vóru ekki fagurgræn og ekkert blóm skreytti skógarflötinn milli trjánna. Trjáburknar, risavaxnar, eltingar og jötunjafnar gnæfðu hátt upp; allt, sem nú er til af eltingar og jafna tagi, eru örsmáir dvergar i samanburði við frændur þeirra á kolatimabilinu. Um fegurð þessa gróðurs geta menn gert sjer nokkra hugmynd af þvi, að algengustu trjánum er likt við geysistóra hrisvendi. Pað eru þessar plöntur, er einkum hafa orðið til þess að mynda stein- kolin; trjen ultu um koll, ný uxu upp i þeirra stað, sem hrepptu sömu forlög, og mynduðust þannig á mjög löngum tíma þykk lög af rotnandi jurtaleifum, sem á endanum urðu að kolum. Yfir höfuð mun hafa staðið likt á og i mómýrunum nú á dögum, nema hvað mosarnir, er einkum mynda móinn, eru gjörólikir elting og jötunjafna kolatimabilsins. Nú gat svo farið, að afstaða fastalandsins og hafsins breyttist enn; sjóinn flæddi yfir landið og ný kalksteinslög mynduðust; svo urðu aptur umskipti og jurtagróðurinn settist að á ný. Gekk svo koll af kolli og þvi má finna mörg steinkolalög sumstaðar hvert yfir öðru og kalksteins-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.