Eimreiðin - 01.01.1896, Qupperneq 44
44
Kolin virðast, eins og kunnugt er, vera þjettir steinar, og má alls
ekki á þeim sjá, að þau sjeu gjörð úr plöntum. A efnafræðislegan hátt
má leysa þau í sundur og komast að raun um að þau eru samsett af
eintómum plöntuleifum, sem vanalega eru mjög í molum, en í allar
holur hafa sezt þjett, »húmus«-kennd efni, og sjást plöntutægjurnar ekld
fyr en þessi efni eru uppleyst. I sjálfum steinkolunum eru aldrei »góðir«
plöntusteingjörvingar, heldur í leirflögum, er liggja yfir og undir kolunum,
og sýna steingjörvingarnir stundum aðdáanlega vel alla lögun jurtanna;
leirflögurnar eru opt ljósleitar, og er einkennilegt að sjá blöðin kolsvört
eins og máluð á gráhvitan steininn.
Steinkol geta verið talsvert mismunandi að útliti og eiginleikum,
og eru þau nefnd ýmsum nöfnum, er fara eptir gljáanum, brotinu,
hvernig þau brenna, hvort þau bráðna eður eigi o. s. frv. Algengustu
kolin eru randakol og eru sum lögin eða randirnar í þeim gljáandi, en
önnur ekki; rannsóknir hafa sýnt, að þau lögin, sem gljá, eru mynduð
af stönglum og stofnastykkjum, en hin af blöðum. Á kolastykkjunum
má stundum sjá skorpur með gullslit; það er brennisteinskís, og er
hann mjög skaðvænn, sje mikið af honum í kolunum, þvi að bæði jetur
hann i sundur járnið í hitavjelunum og svo getur af honum hlotizt, að
í kolabingjum kvikni »af sjálfu sjer«, eða að minnsta kosti spillast kolin
mikið. Innan um kolin eru stundum lög af járnsteini; það er algengt
á Englandi, og eru það meir en lítil hlunnindi að geta bæði fengið
járn og kol úr sömu námunni, enda framleiðir England margfalt meira
járn árlega en Sviaríkí, sem þó er svo fjarska miklu auðugra af járni;
en þar vantar kolin.
Steinkolin hafa 75—90 °/0 kolefnis; sje íneira en 90 °/0 kolefnis,
er steintegundin nefnd anþratít (anthracit). Hreint kolefni finnst einnig
i jörðu, og heitir það grafit (blýant). Grafit er i lögum frá frumtiðinni,
og þótt engir steingjörvingar hafi fundizt frá þeim tíma, verða menn
samt að álíta, að grafitinn sje myndaður af jurtum, en sökum tima-
lengdarinnar er ekkert orðið eptir af þeim, nema kolefnið og vottar
hvergi fýrir leifum með jurtabyggingu. Grafítinn er mest notaður í
blýanta (»ritblý«) og var farið til þess um miðja 16. öld. En hreint
kolefni kemur einnig fyrir i annari mynd, sem er næsta ólik grafitnum.
Eað er demantinn, harðasti og dýrasti steinninn, sem til er. Demant
brennur alveg upp í hreinu súrefni og hverfur út i loptið, og var
þannig farið að sanna, að í honum er ekkert annað en kolefni. Um
uppruna demanta vita menn ekkert.
Lítið er um kol á Norðurlöndum og engin frá sjálfu kolatimabilinu.
Surtarbrandurinn á Islandi er nokkurskonar mókol; í þeim eru 55—75 °/0
kolefnis. Island er, eins og menn vita, að miklu leyti hlaðið upp af
óteljandi hraunbreiðum, hverri ofan á annari. Surtarbrandurinn sýnir,
að hlje hafa orðið á gosunum; þá uxu á Islandi skógar miklir. Algeng-
ustu trjen vóru hlynir, en -auk þess uxu þar margs konar furutegundir,
birkitegund, túlipantrje, vínviður og eikitrje, elri og margt fleira; finna
menn blöð af þessum trjám í leirlögunum við surtarbrandinn. Pað