Eimreiðin - 01.01.1896, Page 47
47
minna; þá kemur England og seinast Pýzkaland, og mun mega grafa
þar kol í 800—1000 ár enn þá.
Fyrir nokkrum árum var það hræðileg tilhugsun fyrir þá, er renndu
huganum fram í ókomna tímann, að steinkolin væru ekki óþrjótandi og
sáu þeir fram á þann tíma, að engin ráð væru til að hita upp bústaði
mannanna og að allur iðnaður o. s. frv. yrði að leggjast niður. Nú eru1
menn miklu vonbetri í þessu efni, treysta á rafmagnið og hugsa til
þess, að það vatn, er daglega steypist niðnr í hylinn undir Niagarafoss-
inum, gæti knúð eins margar og stórar vjelar og þau steinkol, sem eru
grafin upp á einum degi á allri jörðunni. Auk þess eru menn von-
góðir um, að einhvern tima muni þeir læra tökin á því, að láta hirm
innri jarðhita vinna sjer gagn, einkum í eldfjallalöndunum, þar sem er
tiltölulega grunnt á eldleðjunni, og hafa þegar verið gerðar tilraunir r
þá átt.
En fari svo, að mennirnir læri einhvern tíma verulega að færa sjer
í nyt þann eld, sem hefur skapað land vort, hver veit þá nema einmitt
Island sje framtíðarinnar land.
Helgi Pjetursson.
Sýnishorn af ljóðagjörð Norðmanna
á þessari öld.
Eptir Matth. Jochumsson.
Úr „Apturelding Noregs”.1
(Eptir J. S. C. Welhaven, f. 1807, d. 1873.)
Með beran koll und blásal reginnætur,
þótt búkinn lemji Ægis þrumuslag
og þrefalt rökkur stytti daufan dag,
í norður teygir Noregs Dofri fætur.
1 Apturelding Noregs (»Norges Dœmring*), sem alls er 76 sonnettur, kom út
1854, þá er hin nafnkunna deila var byrjuð milli beggja höfuðskálda Noregs:
Welhavens og Wergelands. Welhaven barðist móti hinu ofsamikla og einræna
þjóðdrambi, sem honum þótti ráða mestu hjá Wergeland og hans fylgifiskum.
Welhaven tók hina stefnuna, að byggja á allsherjargrundvelli allrar menn-
ingar, mannúðar og þekkingar, samlaga hið útlenda (sem gott væri) hinu
þjóðlega, og reyna með því móti að mennta og göfga þjóðina. Þetta merki-
lega ádeilukvæði varð síður en ekki til þess að miðla málum fyrst um sinn,.
fieldur setti það allt í uppnám. Þótti þeim Wergelandssinnum Welhaven