Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 48

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 48
48 Og hvervetna þú sjerð, ef gefur gætur, hinn gamla krapt, er sama kveður brag; urðir og skriður skemma landsins hag, en fossar belja um brotnar viðarrætur. Og lítir þú á land frá reiðum sæ er löðrið yfir björgin gýs og hoppar, þjer virðist landið vera fimbulflak. Og betur skýrist skips þess voða-hræ, því skarpar gnípur sýnast siglutoppar, en skýin hjúpur kring um brot og brak. Snú þínum augum þá til þess ins blíða, er líka grær við lands vors djúpa skaut: sjáðu hve blómstrin borga vetrar þraut og liljuskrautið sárin þau er svíða. Og sjáðu lundinn, laufaþakið fríða, sem óx þar bergið skalf og fossinn flaut. Og þarna, þar sem hjarnsins jötunn hraut, þjer aldinkvist af kjarnvið máttu sníða. Sjá, þennan blóma, þennan yndiskrapt, inn sumarglaði Suðri Norðra gefur, og Noreg færir fegurð, gæðaglans. Hinn göfgi Styrkur vill sjer kjósa krans og sigurlaunin hæst í fegurð hefur, er blómstrum vefur um hans axarskapt! stórum níða þar allt sitt land og lenzku. En seinna meir tjölgaði þeim drjúgum, sem aðhylltust skoðanir hans, enda má kvæðið heita einstakt í sinni tegund, sem leiðarljós heilli nývaknaðri þjóð á rjettum ifamfaravegi. Welhaven orti fjölda fagurra og spaklegra kvæða, og fáa fræðendur hafa Norðmenn átt, sem honum hafa náð að því, er snilld og viturleik snertir í listum og vísindum. M. J.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.