Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 49

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 49
49 En hvort skal jörðin eintóm ísinn þýða? á móðurbrjóstsins allt að vinna varmi, er voðakuldinn þjakar fólksins barmi? á hugur þess í hlekkjum lengi að bíða? Skal andans líf ei loks úr eggi skríða og líta sól og varpa deyfð af hvarmi? greipar ei landið lífsins móðurarmi margt fleira en íje og naut og hagsæld hlíða? Og á að tína verðleik vorn og mæti á víðavangi, um merkur, fjöll og flóa, hjá skepnunum, hjá kindum, hestum, kúnum? Já, virt er gott hjá sakleysinu sæti, og siðir fagrir enn þá víða gróa, og lengi glóir gull í fornum túnum. Lítt’ á, hve gullið glóir fjalls á tindum, en enginn þangað andans griífón ríður, og litast um að sjá, hve landi líður, og forna aflið fanga í nýjum myndum. Og enginn heyrir þyt af vængja vindum, en velluþoka undir hömrum sýður; um þungar byrðar þylur stúrinn lýður, en sönglaust hnígur sól að aptanlindum. Og hvar er ljós og tjör í fræðisölum, þar fóðrið ber í holu sína músin og plógurinn með einu lagi erjar? Og horfðu svo af-helgidómsins svölum, hve hringast gleymsku-elfan kring um húsin, og brýtur land og lífsvon alla herjar. 4

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.