Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 50

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 50
50 Hver minnist ei, að þá var þokutið, er þjóðin loksins reis af alda blundi, og frelsisskráin fannst í gullnum lundi, og fjötrin gömlu duttu af vorum lýð. En þó að fólkið sjálfrátt yrði um síð, að sál hann átti, varla nokkur mundi, og þrekið allt af stirðleik vanans stundi, og landið sýndist vetrar eyða víð. En æfi þjóða er löng og ströng og strið, því stendur vorið kyrt um Noregs haga, og jörðin felur enn sinn krapt og auð. Og blómstrin enn þá blöðin dylja fríð, og barið finnur enn til kaldra daga, er fyrst í lopti lýsti sólin rauð. í öllum löndum ólgar nú og sýður, og allir hræðast sprengivjela tundur, þótt fjöldinn enn þá trúi á tákn og undur, um brauð og bækur blendinn hamast lýður. Urn ættjörð, franiför, frelsi stendur stríður stormur, sem heiminn blása vilji sundur; i báli stendur bjartur goðalundur, og enginn korn við kreddu lengur býður. En þar sem vilji þjóða hvellast hrópar, þar leiptrar ljós frá andans ofurhug, og framkvæmd eltir röksemdirnar rösku. En múra verja vitringar og glópar, er vill hinn ungi Fönix grípa flug og lypta sjer úr ánauð sinnar ösku.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.