Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 52

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 52
52 Því hvaða land á eigi sæmd í sjóði og sólarstein, er skín á þjóðlífs strönd, á ruddum eða grýttum reynslu götum? Vjer eigum margar menjar fáðar óði, þó nægja þær ei neitt í aðra hönd, ef nútíð vorri týnum vjer og glötum. Hjer mætir einn af landsins lúðurþeyturum og hrópar: »þetta tízkulag er töpun! því nú er byrjuð Noregs endursköpun, einmitt af okkur stjórnarmála streiturum. Við fylgjum hiklaust þessum nýju neiturum alls þess, er heitir annara landa öpun, og ella leiddi í gæfu vorrar hröpun, það virðist auðsætt landsins vísdómsleiturum. Hin sanna hreysti er hjer í Noregs fjöllum, og sjálfstæðnin er sálin allra gæða; oss duga aldrei da'nskar, þýzkar kreddur. Nei, norræn skoðun, norrænt vit í öllum, og norrænt efni og snið í sál sem klæðum, norrænar dísir, konur, geitur, geddur!« — Menn æpa: »Sjálfstætt okkar land skal vera!« og heimta sóttvörn, sjálfræðið sem friðar. Því ein og söm er kreddukenning yðar, og keim af henni lífið allt skal bera! Þið, sem hið nýja niður viljið skera, vitið, því gamla að eins áfram miðar, ef því er breytt og hreyft á allar hliðar og nýir tímar nýjung fá að gera.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.