Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 53

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 53
53 Og sjálfstæðnina fremur finnur enginn, þó sitji menn á bjargi bak við múr, og láti sig í logni stríðin dreyma, En fuglinn, sem í greipar þjer er genginn og geymir þú og læsir inn í búr, má kallast frjáls og herra hjá sjer heima. Að sönnu á vor sundurgerðar tíð af tilgerð nóg og táli í þjóðarmálum, og víða krota menn með kuta og nálum, þó kalli tímans sanna frelsisstríð; En hvergi veit eg vindhöggin eins tíð og þar sem hæst er hrósað tómum sálum, ef hornin bera stærst í drykkjuskálum, er skúmar fólksins æsa land og lýð. Menn hlæja að öfgum, þola skens af skussum, og skopast jafnt að beru og bundnu háði, ef meininguna hafa þykjast hreina. En sitjir þú með þríhöfðuðum þussum, sem einir hrósa völdum, viti og ráði: á þolinmæði þína fer að reyna. Væri hjer styrjöld, eða að eins gnýr af víkingum, sem væri nærri hendi, vjer keyrðum þá með keyri, sprota, vendi, og kúrðum svo, unz birtist þeir á ný. En þetta er her, sem felst, og samt ei flýr, og flestir segja, að hver sem bogann bendi, þá bíði ekki langt, unz þar við lendi, að hver einn með, en móti enginn snýr.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.