Eimreiðin - 01.01.1896, Side 54
54
Og herinn dirfist, gortar, hrín og grobbar,
og sjer af ótal afreksverkum hreykir,
stelur og rænir, bruggar banaráð,
Og sæmdum krýnast álfar, ærutobbar,
og einkum sá, er bítur bezt og sleikir;
í frelsis nafni er níðingsverk hvert háð.
Ó hvað skal þessi voða villieldur
um víðar sveitir, ofsi, flan og fum,
tálflugur, lygar, heipt og hróp og gum,
er stjórnarglamrið vekur, skapar, veldur!
Vit þú, að fólkið flónsku sinnar geldur,
ef fyrir sannleik tekur skrök og skrum,
en vitkast ekki og fær sitt bar og brum
og manndómskrapt, er sjer í söðli heldur.
Því þótt menn lögin þrisvar helgi og blessi,
er þeim og verður fall og fjörtjón búið
af falsi jafnt sem ofsans axarsköptum.
Vor einka-ábyrgð (ef því orði trúið),
sem aldrei bregzt nje bilar, hún er þessi:
að læra að verja viti sínu og kröptum.
Og þetta orð mun þykja satt og rjett,
er þagna fer og slævast ofsinn heiti,
og ekki býr á öðruhvoru leiti
skrílkóngur sá, er kallar: þing er sett!
Og enginn nefnir íhalds-flugufrjett,
að frelsið ekkert einkaleyfi veiti
óðara, en fólkið viti og orku beiti,
og vakni sjálft að setja lög og rjett.