Eimreiðin - 01.01.1896, Page 55
55
Leiðtogi er hann, sem lýðnum kann að stýra,
og líkur segul aldrei stefnu svíkur,
og bæði kann að hvetja, letja og hugga,
Unz grær við augum gullinkornið dýra,
og sonur landsins heilskygn, hygginn, ríkur
á heiðum degi kveður fjalls síns skugga.
Sem hetjan friða, ung og æskurjóð,
skal ætt vor þroskast bak við traustu fjöllin,
og fleiri og fleiri hníga hamratröllin,
sem hamast enn með gamlan jötunmóð.
Og endurreist um láð og lagarslóð
skal lýsa á ný hin gamla söguhöllin,
og aptur hljóma fornu frægðarspjöllin
um fold og sæ af Noregs sigurþjóð.
Hvað nú eru eintóm orð, skal verða dáð,
og orðlaus þögn skal verða rómsnjallt mál
í hvelfdri höll og helgum undir boga.
Hvað nú er skrum, skal verða vizkuráð,
og visinn koll skal fylla menntuð sál,
og veikur gneisti verða að björtum loga.
Frá áa vorra arni leiptrar Ijómi,
það lýsigullið vermir heilög Saga
í gegnum myrkur margra sorgardaga,
unz nýrri kynslóð rennur sól og sómi,
Sem lánar gull frá gömlum helgidómi
og geisla slær á nýja landsins haga,
þá fæðist aptur þróttur Þórs og Braga
í hetjumund og málsins guðarómi.