Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1896, Side 58
58 Hins vegar er það augljóst, að íslandi veitir erfitt, að taka þátt í sýningum erlendis á sómasamlegan hátt, af því að það kostar mikið. Erlendis er veitt allmikið fje úr rikissjóðum og öðrum almennum sjóðum (t. a. m. úr fjárhirzlum stórborga þeirra, þar sem sýningar eru háðar) til slikra fyrirtækja. Island getur þvi eigi tekið þátt nema í einstaka sýn- ingum, og það segir sig sjálft, að hægast er fyrir Islendinga, að taka þátt i sýningum þeim, sem háðar eru i Kaupmannahöfn, af þvi að þar geta þeir fengið meiri ivilnun að ýmsu leyti, en i öðrum löndum, og þeir eiga hægra með að gera þar sýningu almennilega úr garði en annars staðar erlendis. I annan stað ríður Islendingum lika meira á því, að taka þátt i almennum sýningum i Kaupmannahöfn en annars staðar, vegna þess að Island er tekið þar með, hvort sem er, eins og áður er sagt; líka skiptir það mestu, að breiða þar út rjetta skoðun á Islandi. Ber einkum tvennt til þessa, i) að vjer erum samrikismenn Dana, 2) að til Kaupmannahafnar leita flestir útlendingar, er eitthvað vilja fá að vita um Island. Ef Island getur tekið þátt i fleiri almennum sýningum, en þeim, er háðar eru i Kaupmannahöfn, þá er augljóst, að þá ber að velja til þess almennar sýningar á Skotlandi eða Englandi, af þvi að Island hefur mest viðskipti við þessi lönd, er Danmörk er talin, og viðskipti þau fara vaxandi. , Mjer er það enn i fersku minni, er almenna sýningin norræna var háð i Kaupmannahöfn 1888. Þá voru Islendingar almennt óánægðir yfir því, hvernig Island var sýnt þar, og var það eigi ástæðulaust. Is- landi var þá skipað á aðra hönd Grænlandi eins og ofurlitilli hjáleigu, en Færeyjum á hina; bar grænlenzka sýningin svo af íslenzku sýning- unni sem gull af eiri. En i raun rjettri var það einkum Islendingum sjálfúm að kenna, að þetta var svona. Þeir vildu eigi sinna sýningunni að neinu ráði. Nokkrir Islendingar i Kaupmannahöfn, er töluvert hafa unnið að því, að breiða út rjetta þekkingu á Islandi erlendis, fóru 1887 þess á leit við einn þingmann, er þeir treystu manna bezt, að alþingi veitti fje til þess að Island gæti tekið þátt i sýningunni á sómasamlegan hátt, en það varð árangurslaust með öllu. Eótt maður þessi hugsi mikið um velferð Islands, þá leit hann þó algjörlega skakkt á þetta mál. Hann kvað Dani hafa sýnt islenzkum munum á sýningu hjá sjer lítinn sóma, og væri því bezt að Island tæki engan þátt í sýningunni; en það er með öðrum orðum: þvi væri bezt að þeir einir sæju nú aptur um islenzka muni á sýningunni; Island tók auðvitað þátt í sýningunni. En Islendingum þessum i Kaupmannahöfn þótti þetta illa farið; en þeir hafa þó síðan við ýms tækifæri reynt að sýna mönnum erlendis, að manndáð væri i löndum þeirra heima, og það munu þeir enn gera, ef jeg þekki þá rjett. Öðru vísi hefði Island verið sýnt á sýningunni 1888, ef alþingi hefði veitt fje, til þess að taka þátt i henni, og Islendingar sjálfir hefðu skipað nefnd manna, til þess að annast allt saman. Pað var hægt að fá sjerstakt hús (»villu«) á sýningunni fyrir islenzku deildina, en engir pen- ingar voru til þess að borga leigu eptir það, þó litil væri. Ekki einn eyrir var veittur til þess að gæta virðingar íslands.1 1 Svipað þessu var það 1893, og þó verra, er alþingi vildi eigi veita 2500 kr. til þess að kaupa Geysi. Fyrir engu verki, sem unnið hefur verið á íslandi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.