Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 68
68
heiðan himininn. Og uppi þar sá hann hina tældu sál hvílast £
skauti Drottins sjálfs.
»Hann fyrirgefur allt! það er nógu gott ráð!« sagði Djöfull-
inn,—■ »en það má ekki berast útl«
Og svo þaut hann frá einum presti til annars og kvartaði yfir
því, hvað hann ætti örðugt uppdráttar, og þeir hjetu að tala rnáli
hans.
Og það gerðu þeir líka.
En sankti Pjetur og Drottinn — þeir fyrirgáfu líka prestunum.
Það varð banamein Djöfulsins, svo að þeir, sem langar til að
heyra sagt frá honum, verða nú að fara i helgisögurnar.
Þýtt af
V. G.
Bjarni rektor í Sunnanfara.
Tímaritið SUNNANFARI (sept. 1895) hefir auk annars meðferðis.
greinarkorn um Bjarha rektor Jónsson. Grein sú á eflaust að vera eins
konar æfiminning hans og rækileg lýsing á honum bæði til lífs og sálar;
en eg treysti því, að allir, sem þekktu Bjarna að nokkru ráði, og enn
em á lífi, muni verða mjer samdóma um, að nefnd grein gefi mönnum
alveg ranga hugmynd um hann. Páð er auðsjeð, að höfundurinn í
Sunnanfara hefir hvorki heyrt Bjarna nje sjeð, heldur að eins haft fyrir
sjer sögusögn einhvers þess manns, er illa lá orð til Bjarna. Pað er i
greininni ýmislegt tekið fram, sem kastar ærnum skugga á mannorð
hins látna merkismanns, en hins er látið ógetið, sem gott er, og telja
má honum til gildis bæði lífs og liðnum. Fannig er sagt: að hann.
(Bjarni rektor) hafi verið nokkuð »hrottalegur«; að lærisveinum hafi
fleirum staðið ótti af honum en ást til hans; að honum hafi verið laus.
hendin og að sögn barið bæði pilta og kennara; að »rödd hans hafi
verið draugadimm sem dunur í fjallaskarði og þrumandi mjög«; að
»hann hafi verið drykkjumaður langalengi og það ágerzt; gerðist hann
og nær tröllslegur í ásýnd og ferlegur næsta ungum mönnum«; að
siðferði hans hafi haft ill áhrif á skólapilta; að hann hafi enginn lær-
dómsmaður verið, og gáfumaður ekki framar en í meðallagi; hann er
kallaður »hrossabrestur«, og sagt vansjeð, hvort skólinn hafi haft gott af
honum eða illt o. s. frv. Þetta er ófagur vitnisburður, ef sannur væri,
og þykir mjer eigi hlýða, að gengið sje fram hjá honum með þögn og
afskiptaleysi.
Það er þá frá Bjarna Jónssyni að segja, að hann útskrifaðist úr
Bessastaða-skóla vorið 1828. Hann dvaldist síðan í Sviðholti hjá foreldr-
um sínum þangað til sumarið eptir (1829); þá fór hann utan til há-
skólans í Kaupmannahöfn. Sviðholt er örskammt frá Bessastöðum, og
kom Bjarni opt þann vetur að Bessastöðum og átti tal við skólabræður