Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1896, Page 70
70 Það var eigi litill vandi, að takast á hendur stjórn lærða skólans í Reykjavík um það leyti, er Bjarni varð þar skólameistari. Skólinn hafði fyrir fáum árum verið fluttur hingað frá Bessastöðum; hann var hjer nokkurs konar frumbýlingur; piltar voru ekki orðnir hagvanir hjer i Reykjavik. Þeir vildu, sem vonlegt var, í mörgu fylgja fornum sið frá Bessastöðum, en þar hafði lítið kveðið að stjórn skólans hin siðustu árin, og þá kviknaði þar meðal pilta talsverður frelsisandi, er svo var nefndur, en var i raun rjettri sjálfræðisandi, er birtist í sinni sönnu mynd árið 1850, þegar piltar risu upp móti rektor Sveinbirni Egilssyni, sem kunn- ♦ ugt er orðið. Bau hin miklu tiðindi, er urðu í útlöndum árið 1848, höfðu eins og eðlilegt var, mikil áhrif á hina uppvaxandi kynslóð hjer sem annars staðar; menn tóku að þola miður en áður hverskonar aga, umvöndun og stjórn, og kölluðu það ófrelsi og harðstjórn. Rað var án efa satt, er sumir menn sögðu um þær mundir, er dr. Svb. Egilsson fór frá skólanum, að þá væri ekki nema um tvo menn að gjöra, er færir væru til að takast á hendur stjórn skólans t Reykjavík: Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn og Bjarna Jónsson i Horsens. Jón var manna bezt fær til allrar stjórnar. Bjarni var mjög vel fallinn til skólastjórnar. Hann hafði urn mörg ár verið skólakennari í Danmörku undir yfirstjórn E. Taubers, nafnfrægs skólameistara. Bjarni hafði ferðazt út í lönd, og kynnt sjer skólamálefni meðal ýmsra þjóða, eins og þeir höfðu gjört nokkrum árum á undan: Friðrik Bugge frá Norvegi og C. F. Ingerslev frá Danmörku. Án alls efa hlaut þvi Bjarni að þekkja til allrar skólastjórnar og skólamenntunar betur en aðrir samtíðarmenn hans hjer á landi, stiptsyfirvöldin hjer ekki undanskilin. Honum var og rnargt meðskapað, er vel kemur sjer hjá hverjum skólástjóra. Maðurinn var mikill vexti — allt að 3 álnum á hæð — og þrekinn að þvi skapi, höfðinglegur og hermannlegur í framgöngu, en alls eigi »ferlegur« eða xtröllslegur*1; varð mörgum starsýnt á hann, er eigi höfðu sjeð hann fyr; en maðurinn var þekkilegur ásýndum, svipurinn bæði hreinn og góðmannlegur. Hann hafði, eg segi það satt, góðan mann að geyma. Að lunderni var hann geðríkur og tápmikill, hreinlyndur og einlægur við alla; hann var árvakur í embætti sínu og stjórnsamur og þoldi eigi óhlýðni af þeim, sem hann var yfir skipaður. Eigi trúi eg þvi, »að honum hafi verið mjög laus hendin og barið bæði pilta og kennendur«, svo orð sje á gjörandi. En hinu get eg trúað, að hann hafi slegið einstöku lærisveina sína, ef honum þótti þeir hafa til þess unnið. En það mun sjaldan hafa til þess komið. Piltar hlýddu honum fúslega og var yfirhöfuð vel til hans. Peir vissu, að honum var mjög annt um skólann, og báru gott traust til hans; þeir játuðu allir, að hann væri framúrskarandi kennari. Hann kom góðu skipulagi á flest, er skólann snerti, og skólinn fjekk á sig gott orð. Pað er þvi með öllu ósatt, er segir í Sunnanfara, »að það sje vansjeð, hvort skólinn hafi haft gott eða illt af Bjarna«. Hann drakk nokkuð síðari hluta æfi sinnar, það er satt, en ekki fremur en sumir aðrir embættismenn hjer syðra um það leyti; en það var helzt á kveldin í samkvæmum eða heima hjá sjer, en framan af degi bar aldrei á sliku, eða að skólastörf hans hefðu skaða 1 Það er eins og Glámur, og það drukkinn, hafi vakað fyrir höf. greinarinnar í Snfara.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.